Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 59
6. mynd. Skálögótt setlög í malarnámu í syðsta hluta Skorholtsmela. - Littoral and
sublittoral sediments in the gravel pit at the southern end of Skorholtsmelar. Ljósm./photo:
Brynliildur Magnúsdóttir.
(Ólafur Ingólfsson 1988 og Brynhildur
Magnúsdóttir 1997). í þessari námu skiptast
á lög úr fínni, núinni möl og skálaga sandi en
lögunum hallar um 20° til suðausturs. Berg-
greining þriggja sýnishorna af seti nám-
unnar sýnir að það, eins og allt annað set á
þessu svæði, er að mestum hluta úr basalti
(82%) en hlutur líparíts er um 14% og and-
esíts um 4%. Þegar berggreining setsins í
Skorholtsmelum er borin saman við berg-
greiningu setsins í námunum austan í Akra-
fjalli er greinilegur munur á bergtegunda-
samsetningu þessara setlaga. í Skorholts-
melum er hlutfall súrra og ísúrra berg-
tegunda til muna hærra, en hátt hlutfall
þeirra bendir til þess að uppruni hluta
setsins sé súrt, ísúrt og mjög ummyndað
berg eins og finnst í hinni fornu megin-
eldstöð í Hafnarfjalli norðan við Skorholts-
mela. í neðstu 3^1 m námunnar fundust illa
farin brot úr skeljum hrúðurkarla (Brynhildur
Magnúsdóttir 1997).
Setlögin í námunni í Skorholtsmelum eru
greinilega mynduð í sjó, og tekur fundur
skeljabrotanna af allan vafa þar um, og reglu-
legur halli setlaganna sýnir að setið fluttist til
suðausturs meðan á upphleðslu þeirra stóð.
Halli setlaganna sýnir að setið í námunni
hefur rofist úr hinum jökulmynduðu Skor-
holtsmelum, skolast inn fyrir syðsta odda
melanna og sest þar til þegar afstætt
sjávarborð var í um 55 m hæð yfir sjó. Aldur
hrúðurkarlabrotanna (AAR-3654) reynist
vera 12.005 ± 95 '4C ár BP (1. tafla), að
frádregnum sýndaraldri sjávar við Island.
Aldur skeljanna segir okkur að fjörumörk í
55 m hæð yfir sjó í Skorholtsmelum eru
a.m.k. 12.000 ára gömul og því a.m.k. 600 l4C
árum yngri en efstu fjörumörk í Akrafjalli.
Þessi aldur fjörumarkanna er hámarksaldur
og þau gætu auðveldlega verið nokkru
yngri, því bæði skeljarnar og setið eru
greinilega endurflutt. Umreiknaður aldur
skeljannaer 13.955 [14.100-13.800] cal. ár
BP.
■ aldur fjörumarka
NORÐAN HVALFJARÐAR
Það er alþekkt að jafnaldra fjörumörk fara
hækkandi inn til landsins vegna mismikils
185