Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 8

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 8
1. tafla. Greni í ábúð íHornstrandafriðlandi sumarið 1999. - Number of dens confirmed to be occupied and number of dens probably occupied by area within the Hornstrandir Na- ture Reserve in 1999. Svæði/Area Fjöldi grenja í ábúðlOccupied dens Sléttuhreppur, ábúð staðfest - confirmed 24 Grunnavíkurhreppur, Strandamegin, ábúð staðfest - confirmed 10 Grunnavíkurhreppur, Jökulfjarðamegin, ábúð staðfest - confirmed 5 Hornvík, líkleg greni ófundin - probably occupied 1-2 Fljótavík, líkleg greni ófundin - probably occupied 1-3 Aðalvík, líkleg greni ófundin - probably occupied 1-2 Hesteyrarfjörður, líkleg greni ófundin - probably occupied 1-2 Samtals - Total 43-48 „göt“ voru í útbreiðslu grenja í ábúð en þar eru Hornvík, Fljótavík, Aðalvík og Hest- eyrarfjörður mest áberandi. Tveir steggir sáust reglulega við tjaldstæðið í Höfn í Homvík og eru miklar líkur á að a.m.k. annar þeirra hafi verið grendýr, hugsanlega báðir. Slóðir eftir refi sáust í Fljótavík og verður að telja líklegt að þar hafi verið að minnsta kosti eitt greni og líklega 2-3 sem ekki eru þekkt og fundust ekki þrátt fyrir leit. Líklegt verður að telja að við Hesteyrarfjörð hafi verið 1-2 greni í ábúð, en þar tjáði ferðamaður okkur að hann hefði heyrt ref gagga og þá bárust okkur til eyrna sögur um að þar hefðu refir verið skotnir fyrr um sumarið. Við sunnan- verða Aðalvík og í Miðvík urðum við vör við dýr sem höguðu sér lfkt og grendýr án þess að greni fyndust í ábúð. Samantekt um fjölda grenja í ábúð er að finna í 1. töflu. Skýrslur um veiðar í friðlandinu Fram kom í veiðiskýrslum Jóns Oddssonar, grenjaskyttu í Sléttuhreppi, að nokkrum grenjum hefði verið spillt árið 1992, þ.e. að menn hefðu unnið eða reynt að vinna þau áður en hann kom á staðinn. I úrvinnslu okkar er grenjum í ábúð í friðlandinu árin 1991-1994 því skipt í fjóra hluta, þ.e. greni unnin í Sléttuhreppi, greni sem var spillt í Sléttuhreppi, greni unnin innan marka frið- lands í Grunnavíkurhreppi Strandamegin og loks greni unnin innan marka friðlandsins í Grunnavíkurhreppi Jökulfjarðamegin. Fjöldi þessara grenja er sýndur á 2. mynd til saman- burðar við fjölda grenja í ábúð sumarið 1999. Nú ber þess að geta að sumarið 1999 fundust 23 áður óþekkt greni. Því er réttara að bera fjölda unninna grenja fyrir friðun saman við fjölda grenja sem voru þekkt fyrir 1999 eins og einnig er sýnt á 3. mynd. Meðalfjöldi unninna og spilltra grenja innan friðlandsins var 17,5 árin 1991-1994 en 29 áður þekkt greni voru í ábúð árið 1999. Fjölgun grenja í ábúð er samkvæmt þessu 66%. Fleiri þættir gera það að verkum að ekki er rétt að bera saman fjölda grenja í ábúð 1999 og fjölda unninna og spilltra grenja árin 1991-1994 án frekari leiðréttingar. í fyrsta lagi er rétt að geta þess að sumarið 1999 vorum við svo heppin að geta komist í land undir Haugahlíð, í Rytnum og undir Grænuhlíð en til þess þarf sjólag að vera sérlega gott. Á þessum stöðum reyndust 4 greni vera í ábúð. Vitað er að grenja- skyttan í Sléttuhreppi komst alls ekki árlega í land á þessum stöðum meðan grenjavinnsla var stunduð í friðlandinu. í öðru lagi er í veiðiskýrslum yfirleitt ekki getið grenja sem höfðu greinilega verið í ábúð fyrr um sumarið en voru yfirgefin þegar skyttan kom á staðinn. í þriðja lagi er vitað að sumir landeigendur ömuðust við starfi grenjaskyttnanna og því kom alloft fyrir að skyttur slepptu því að leita á grenjum sem voru í grennd við sumarhús þessara landeigenda. Því er 66% fjölgun grenja í ábúð í friðlandi- nu sennilega ofmat og raunveruleg fjölgun er að okkar mati örugglega innan við 50%. 134
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.