Náttúrufræðingurinn - 2000, Qupperneq 42
1. mynd. Louis Pasteur (1822-1895) 22 ára. Teikning
eftir Lebayle.
■ deilur um eðli
GERJUNAR
Þannig var málum háttað undir
lok 6. áratugarins þegar tveir
þekktir franskir vísindamenn
sneru sér af alefli að tilraunum til
að sanna eða afsanna kenning-
una um sjálfkviknun lífs. Annar
þessara manna var virtur náttúru-
fræðingur, Felix Pouchet, for-
stöðumaður náttúrufræðisafns-
ins í Rúðuborg, en hinn var Louis
Pasteur (1. mynd). Pasteur var
efnafræðingur að mennt, fæddur
árið 1822, og vann til ársins 1855
eingöngu að efnafræðilegum
rannsóknum. Þá hóf hann rann-
sóknir á alkóhólgerjun og bland-
aði sér í deilur um eðli gerjunar og
orsakir. Þýski efnafræðingurinn
Justus von Liebig hafði sett fram
efnafræðilega skýringu á alkó-
hólgerjun þar sem ekki var gert
ráð fyrir þátttöku örvera í gerjun-
arferlinu. Liebig taldi að orsaka-
valdur gerjunar, „gerið“, myndað-
ist í þrúgusaftinni en lifandi væri
hann ekki (Farley 1977, Manches-
ter 1995). Þegar hér var komið
sögu höfðu hins vegar verið færð
sterk rök fyrir því að gerið væri
lifandi örvera og ýmsir aðhylltust
nú þá skýringu að örveran ein
orsakaði gerjunina. Fylgismenn efnafræði-
legu skýringarinnar héldu þó fast við sitt og
töldu fráleitt að hinar örsmáu, lifandi ger-
frumur gegndu aðalhlutverki í gerjuninni.
Þeim þótti óhugsandi að örverur gætu
áorkað svo miklu. Má minna á orð Liebigs
um annað ferli sem margir töldu nú að væri af
völdum örvera. „Þeim sem halda að smá-
sæjar lífverur valdi rotnun dýraleifa má líkja
við barn sem heldur að það séu mylluhjólin í
Mainz sem valda straumhraðanum í Rín“
(Dubois 1976). Hins vegargætu örverumar
hugsanlega verið aukaafurðir gerjunarinnar,
en þar með var umræðan komin inn á hið
varasama svið sjálfkviknunar. Ef gerjunin
orsakast á hinn bóginn af örveru, sem berst
með loftinu yfir á vínþrúgumar, er sjálf-
kviknunar lífs ekki þörf. Þeir sem aðhylltust
það sem kalla má líffræðilega skýringu á
gerjun voru því á varðbergi gegn kenning-
um um sjálfkviknun lífs. Efnafræðingurinn
Pasteur var einn af þeim.
Pasteur hafði átt í deilum við Liebig og
skoðanabræður hans um eðli gerjunar og
hafði með tilraunum fært sterk rök fyrir
hlutverki örvera í gerjun, ekki aðeins alkó-
hólgerjun heldur einnig mjólkursýrugerjun.
En eftir var að sýna fram á það á sann-
færandi hátt að örverur gætu ekki myndast
sjálfkrafa úr lífvana efni. Þrátt fyrir efasemdir
vina og starfsbræðra sneri Pasteur sér nú að
þessu viðfangsefni. Fyrsta grein hans um
168