Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 65
1 ■ tafla. Stofnstœrð sjófuglategunda sem verpa á íslandi. Yngstu áœtlanir eru notaðar
hverju sinni. - Estimated population sizefor seabird species breeding in Iceland. In each
case, the most recent estimates are presented.
Áætl. fj. para/ Est. breed. prs Ár/ Yr Heimild/ Reference
Fýll Fulmarus glacialis 1-2 millj. 1995 Asbirk o.fl. 1997
Súla Sula bassana 25.400 1994 Amþór Garðarsson 1995a
Toppskarfur Phalacrocorax aristotelis 8-9 þús. 1995 Arnþór Garðarsson 1979; Ævar Petersen 1998a
Dílaskarfur P. carbo 2.539 1994 Arnþór Garðarsson 1996a
Sjósvala Oceanodroma leucorrhoa 80-150 þús. 1995 Asbirko.fi. 1997
Stormsvala Hydrobates pelagicus 50-100 þús. 1995 Asbirk o.fl. 1997
Skrofa Puffinus puffinus 7-10 þús. 1995 Asbirk o.fl. 1997
Æðarfugl Somateria mollissima 300.000 1995 Asbirk o.fl. 1997
Skúmur Stercorarius skua 5.400 1984-85 Lund-Hansen & Lange 1991
Kjói S. parasiticus 5-10 þús. 1995 Asbirk o.fl. 1997
Kría Sterna paradisaea 250-500 þús. 1995 Asbirk o.fl. 1997
Hettumáfur Larus ridibundus 25-30 þús. 1995 Asbirk o.fl. 1997
Stormmáfur L. canus 350-450 1995 Asbirk o.fl. 1997
Svartbakur L. marinus 15-20 þús. 1998 ÆP óbirt/unpubl.
Sflamáfur L. fuscus 25.000 1995 Asbirk o.fl. 1997
SilfurmáfurL. argentatus 5-10 þús. 1995 ÆvarPetersen 1998a
Hvítmáfur L. hyperboreus 8.000 1995 Asbirk o.fl. 1997
Rita Rissa trídactyla 630.000 1983-85 Arnþór Garðarsson 1996b
Lundi Fratercula arctica 2-3 millj. 1995 Asbirk o.fl. 1997
Alka Alca torda 380.000 1983-85 Arnþór Garðarsson 1995b
Langvía Uria aalge 990.000 1983-85 Arnþór Garðarsson 1995b
Stuttnefja U. lomvia 580.000 1983-85 Arnþór Garðarsson 1995b
Teista Cepphus grylle 10-15 þús. 1998 ÆP í undirbúningi/in prep.
IÍHVAÐ ERVÖKTUN?
Síðustu áratugi hefur orðið vöktun verið
notað um ákveðið eftirlit sem unnið er á
skipulegan hátt. Vöktun, sem á erlendum
rnálum er nefnd monitoring, byggist á reglu-
bundnum athugunum á tilteknum þætti eða
atburði í náttúrunni, s.s. fjölda fugla, varp-
árangri, dánartíðni, magni eiturefna, komu-
tíma fugla o.s.frv. Vöktun getur byggst á
beinum mælingum (t.a.m. á magni eiturefna),
talningum (t.d. á fjölda fugla) eða mati (þ.á
m. á dánartíðni).
Vöktun sjófuglastofna getur verið marg-
þætt. Grunnatriði sjófuglavöktunar eru skipu-
legar talningar á fjölda varppara, annaðhvort
á öllum varppörum stofns eða skilgreindum
hlutum hans. Einnig getur verið nauðsyn-
legt að vakta aðra stofnþætti, t.d. dánar-
tíðni og varpárangur, eða skipuleggja hnit-
miðaðar rannsóknir samhliða vöktun til að
skilja betur eðli stofnbreytinga.
■ SJÓFUGLAVÖKTUN
Á ÍSLANDI
Árið 1992 hélt greinarhöfundur erindi um
vöktun sjófuglastofna á fuglaráðstefnu Líf-
fræðifélags íslands (Ævar Petersen 1992).
Þar var vakin athygli á því að hið opinbera
hefði ekki markað stefnu í vöktun sjófugla-
stofna og er sú staða enn óbreytt. Einnig var
staða mála rædd á ráðstefnu Vísindafélags
191