Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 82
tekur hann orku frá líkamanum sem við það
kólnar. Úlfaldar hafa nær enga svitakirtla
auk þess sem lífshættir þeirra leyfa ekki það
vatnstap sem fylgir kælingu með útgufun
svita.
Hjá úlfalda sem hefur aðgang að nægu
vatni breytist líkamshitinn lítið yfir daginn.
Dægursveiflan er um 2°C; hitinn fellur niður í
36°C undir morgun og kemst upp í 38°C síð-
degis (9. mynd, neðra grafíð). Úlfaldinn bregst
við vatnsskorti með aukinni hitasveiflu, allt að
7 súgum, ffá 34° upp Í41°C (efragrafið).
Þegar hitinn hækkar bindur líkaminn
varmaorku sem maður yrði til dæmis að
losna við með því að svitna. í kulda nætur
lætur úlfaldinn þessa varmaorku frá sér til
umhverfisins án nokkurs vatnstaps.
Við 7 stiga upphitun bætir 500 kg úlfaldi
við sig um 12.000 kJ af varmaorku (eða 2900
kkal). Dýr af þessari stærð, sem héldi jöfnum
líkamshita við sömu ytri aðstæður, myndi
missa um 5 lítra af vatni við útgufun yfir
daginn.
Um hádaginn getur loftið í eyðimörkinni
orðið heitara en líkamar margra dýra sem
taka þá til sín varmaorku frá umhverfinu.
Varmaupptakan eykst eftir því sem munur á
hita lofts og líkama er meiri. Með því að
hækka líkamshitann úr 38° í 41°C dregur
úlfaldinn úr þessum mun eða eyðir honum.
Mælingar benda til þess að þetta stuðli að
verulegum vatnsspamaði.
Hér á norðurslóð lítum við á loðinn feld
sem vöm gegn kulda. En feldur úlfaldans
dregur úr upptöku á varma frá umhverfinu
þegar hlýjast er. í einni tilraun reyndist vatns-
tap nýrúins úlfalda aukast um 50% miðað við
fullhærðan úlfalda við sömu aðstæður.
Þá má nefna sérkenni í nefholum úlfalda.
Menn, og flest hryggdýr sem anda með
lungum, anda frá sér lofti sem mettast hefur af
raka inni í öndunarfæmnum. Þegar úlfaldar lifa
við vatnsskort í þurru eyðimerkurlofti þomar
slímhúðin í nösum dýranna og verður afar
rakadræg svo rakastig útöndunarloftsins fer á
köldum nóttum niður í ein 75%. Þetta dregur
vemlega (um 60%) úr þeirri vatnsgufu sem
annars myndi tapast með öndunarloftinu.
Loks er þess að geta að úlfaldar geta látið frá
sér mjög megnt þvag og þar með haldið eftir í
líkamanum vatni sem mörg önnur spendýr (til
dæmis menn) yrðu að nota til að skola
úrgangsefnum út úr líkamanum. Þvagið úr
langþyrstum úlfalda minnir á síróp.
Með aðlögun líkamans að lífi í heitu og
þurru umhverfi geta úlfaldar samkvæmt
þessu dregið úr vatnstapi á fimm vegu:
(1) Við aukna dægursveiflu á líkamshita
bindur líkaminn varmaorku á daginn sem
hann lætur frá sér yfír nóttina án vatnstaps.
(2) Hærri líkamshiti á daginn dregur úr
varmaupptöku frá umhverfi.
(3) Feldurinn einangrar líkamann og
dregur úr varmaupptöku á daginn.
(4) Nasimar draga á nóttunni úr rakatapi í
útöndunarlofti.
(5) Nýrun halda eftir vatni með því að gefa
frá sér megnt þvag.
Dýr bregðast við breyttum aðstæðum með
breyttri hegðun og þar eru úlfaldar engin
undantekning. Þegar heitast er yfir daginn
verjast úlfaldar í hjörð geislum sólar með því
að hnipra sig saman svo dýrin fá skugga
hvert af öðru auk þess sem þau snúa sér
móti sól eða undan henni (10. mynd).
Það er algengur misskilningur að úlfaldar
geymi vatnsforða í maganum. En langþyrst-
ur úlfaldi getur drukkið nærri 60 lítra af vatni
og komið með því jafnvægi á líkamsvökva-
na. Vegna þess hve úlfaldar geta skilið frá
sér salt þvag, geta þeir fært sér í nyt drykkjar-
vatn úr allsöltum uppsprettum, jafnvel sjó.
Þeir þnfast líka sem fyrr segir á söltum gróðri
sem flestir aðrir grasbítir fúlsa við.
Drómedarar í Sahara komast mánuðum
saman af á því vatni sem þeir fá úr eyðimerkur-
gróðrinum. Menn eru við dauðans dyr ef þeir
missa meira vatn en sem svarar 10-12% af
líkamsþunganum, en úlföldum verður ekki
meint af að missa tvöfalt hærra hlutfall.
Samkvæmt einni athugun þola drómedarar í
Sahara meira að segja að missa meira vatn en
sem svarar 40 prósentum af líkamsmassanum.
■ KAMELDÝR
Kameldýrið, Camelus bactrianus (eða C.
ferus), lifði forðum víða á þurrgresjum og í
auðnum í Síberíu og Mongólíu. Eftir að
208