Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 4
Verndargildi
NÁTTÚRUNNAR
Nýlega setti Náttúrufræðistofnun íslands fram
tillögu um vemdarviðmið sem beita má til að meta
vemdargildi einstakra náttúmfarsþátta eða
landssvæða*. Jafnframt hefur stofnunin sett fram
tillögu um verklag við skráningu náttúmfars á
fyrirhuguðum virkjunarsvæðum.
Verkefnisstjóm Rammaáætlunar ríkisstjóm-
arinnar um virkjun vatnsfalla og háhitasvæða mun
taka afstöðu til þessara tillagna hvað varðar
virkjunarsvæði en tillögumar hafa í raun mun
víðtækari skírskotun og geta nýst við mat á
umhverfisáhrifum flestra framkvæmda, við gerð
skipulagsáædana og við mat á vemdargildi vistkerfa
og náttúruminja.
Samkvæmt tillögunum skal flokka allt land og
vatn í svokallaðar vistgerðir (habitat types) og vom
skilgreiningar Evrópusambandsins á vistgerðum frá
árinu 1996 hafðar til hliðsjónar og fyrirmyndar en
aðlagaðar íslenskum aðstæðum. Skilgreiningar ES
byggja aftur á móti á flokkun Bemarsamningsins á
palearktískum vistgerðum.
Þessar hugmyndir vom sannprófaðar sumarið
1999 á tveimur hugsanlegum virkjunarsvæðum (á
Brúardölum og Vesturöræfum og á Hofsafrétt).
Eitt af markmiðum verkefnisins var að skilgreina
og staðsetja vistgerðir á landi með hjálp gróðurkorta
og lýsa einkennum þeirra. Vistgerðir em land-
fræðilegar einingar í náttúmnni, einingar sem hafa
tiltekin einkenni, t.d. hvað varðar gróður, dýralíf,
jarðveg og loftslag.
Rannsóknarsvæðin vom tvö sem áður em nefnd
og þar vom gerðar mælingar á gróðri, fuglalífi og
smádýralífi auk þess sem ýmis önnur einkenni í
landi vom mæld eða metin og það síðan flokkað í
mismunandi vistgerðir.
Miðað er við að í hverri vistgerð fáist upp-
lýsingar um (1) Sjaldgæfar tegundir og tegundir í
útrýmingarhættu, (2) Tegundafjölbreytni og
stöðugleika vistgerðar gagnvart raski, (3) Hvort
viðkomandi vistgerð sé nauðsynleg til að viðhalda
sterkum stofnum og mikilvægum tegundum, (4)
NÍ-skýrsla nr. 9/2000. 220 bls. + 4 kort, 62
ljósmyndir, 27 skýringartöflur og 43 skýringar-
myndir. Ritstjóri: Sigmundur Einarsson.
Vísindlegt, félagslegt, efnahagslegt eða menning-
arlegt gildi vistgerðar, (5) Mikilvægi vistgerðar til
viðhalds náttúmlegra þróunarferla (framvindu) og
(6) Náttúmvemdargildi vistgerðar í alþjóðlegu
samhengi.
Eiginlegt vemdargildi jarðmyndunar, lífvem,
vistgerðar, vistkerfis eða landssvæðis getur verið af
margvíslegum toga og samsett af mörgum þáttum.
Við mat á vemdargildi þarf því að taka tillit til
fjölmargra atriða, m.a. þeim sem ráðast af afstöðu
manna, svo sem til efnahags, fegurðar, fræðslu-
gildis, menningar- og atvinnusögu o.fl., en einnig til
atriða sem em óháð afstöðu manna, svo sem fágætis
náttúmfyrirbærisins á landsvísu eða heimsvísu.
Gott dæmi um það em móbergsmyndanir sem em
sjaldgæfar utan íslands. Loks þarf að taka tillit til
vistfræðilegra viðmiða m.a. til Ijölbreytni, raksþols
og samfellu í tíma og rúmi.
Við gerð vemdarviðmiðanna var tekið mið af
íslenskum lögum, alþjóðlegum skuldbindingum og
norrænni vinnu við þróun slíkra viðmiða. Með því
að beita vemdarviðmiðum á náttúmfarsgögnin fæst
síðan mat á verndargildi einstakra náttúmfarsþátta
og svæða, en slíkt mat verður þó ávallt afstætt.
Samkvæmt tillögunum verða jarðfræðilegir og
líffræðilegir þættir metnir og flokkaðir eftir gildi á
héraðsvísu, landsvísu og á heimsvísu. Gert er ráð
fyrir að gátlistar verði þróaðir og notaðir við mat á
náttúmvemdargildi fyrirhugaðra virkjunarsvæða
en þessar aðferðir henta einnig við mat á umhverfis-
áhrifum annarra framkvæmda.
Hér er í fyrsta sinn verið að taka upp og þróa
aðferðir við mat á landi og vemdargildi þess sem
nágrannar okkar í Evrópu hafa notað undanfarin ár
með góðum árangri. Ástæða er til að hvetja
áhugamenn um náttúmvemd til að kynna sér
þessar tillögur og taka þátt í umræðu um þær og
þróun þeirra á næstu mánuðum. .Skýrsluna er að
finna á heimasíðu Náttúmfræðistofnunar íslands:
http://www.ni.is
Alfheiður Ingadóttir.
130
Náttúrufræðingurinn 69 (3-4), bls. 130, 2000.