Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 9
□ Grunnavíkurhreppur.
Jökulfjarðamegin
□ Grunnavíkurhr.
Strandaiuegin
□ Sléttuhreppur spillt
□ Sléttuhreppur
1991 1992 1993 1994 1999A 1999B
3. mynd. Samanburður á fjölda grenja sem unnin voru eða hafði verið spillt ífriðlandinu
árin 1991-1994 ogfjölda grenja sem fundust í ábúð árið 1999. Súlan merkt 1999A sýnir
öll greni sem fundust íábúð 1999 en súlan merkt 1999B sýnir fjölda grenja íábúð afþeim
grenjum sem voru þekkt fyrir 1999. -A comparison ofthe number ofoccupied densfound by
fox hunters in 1991-1994 and the number ofdens confirmed to be occupied in 1999. 1999A
shows all dens while 1999B shows only those dens known prior to 1999.
Stærð óðala og þéttleiki grenja íábúð
í FRIÐLANDINU
Hornstrandafriðland er 580 km2. Miðað við
43-48 óðul í friðlandinu sumarið 1999 var
meðalstærð þeirra 12,1-13,5 km2. Til saman-
burðar má geta þess að meðalstærð óðala í
Ófeigsfirði árin 1978-1979 var 12,5 km2 ± 5,3
km2 (Páll Hersteinsson og Macdonald 1982).
Sumarið 1998 náðum við að mæla stærð
óðals eins steggs í Hlöðuvík á Horn-
ströndum með því að setja á hann radíó-
hálsband og fylgjast síðan með ferðum
hans (4. mynd). Stærð óðalsins var 7,5
km2, sem er nokkru minna en meðaltalið á
svæðinu samkvæmt ofangreindum út-
reikningum. Óðul á Hælavíkurbjargi og
Hornbjargi eru sennilega enn minni. A
hinn bóginn er ljóst að óðul í sunnan-
verðu friðlandinu, sem snýr að Jökul-
fjörðum, eru mun stærri enda eru þar
hvorki fuglabjörg né teljandi reki af neinu
tagi, auk þess sem þar er að jafnaði mun
snjóþyngra að vetrarlagi. Dreifing grenja í
ábúð sumarið 1999 styður það (2. mynd).
Önnur leið til að mæla þéttleika óðala á
svæði þar sem mikill meirihluti fæðu refanna
á uppruna sinn úr fjöru eða sjávarhömrum er
að reikna meðallengd strandlengju óðala.
Strandlengja í Homstrandafriðlandi er 192
km. Að jafnaði eru því 4,0-4,5 km af strand-
lengju innan hvers óðals. Munur er mikill
eftir svæðum innan friðlandsins, eða 12,4
km/óðal að jafnaði í Grunnavíkurhreppi
Jökulfjarðamegin, 3,1 km/óðal í Grunna-
víkurhreppi Strandamegin og 3,0-3,5 km/
óðal í Sléttuhreppi. I Ófeigsfirði var strand-
lengja óðala 7,2 ± 2,9 km árin 1978-1979
(Páll Hersteinsson og Macdonald 1982).
Niðurstaða okkar er sú að 43-48 greni í
ábúð í friðlandinu sumarið 1999 sé að
öllum líkindum mjög nærri réttu lagi. Enn
fremur teljum við að fjöldinn hafi ekki
breyst að ráði milli áranna 1998 og 1999 og
er þá litið til þess að á þeim 109 grenjum í
Sléttuhreppi sem heimsótt voru bæði árin
reyndust 20 greni vera í ábúð hvort ár. Því
er líklegt að fjöldi grenja í ábúð á Horn-
ströndum sé nú í jafnvægi og eigi ekki eftir
135