Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 98

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 98
JARÐHITI Á ÍSLANDI Jarðhitasvæðum á íslandi hefur verið skipt í tvo flokka, háhitasvæði annars vegar og lághitasvæði hins vegar. Háhitasvæðin liggja innan gosbeltanna eða við jaðra þeirra en lághitasvæðin í eldri jarðmyndunum. Talið er að varmagjafi háhitans sé innskot af kviku í rótum jarðhitakerfanna. Hins vegar er talið að varmagjafi lághitans sé heitt berg í rótum lághitakerfanna, a.m.k. í flestum tilvikum. Á 8. mynd er sýnt yfirlit yfir nýtingu jarðhita á íslandi. Nútímaleg nýting jarðhita hérlendis hófst um 1930 með fyrstu hitaveitunni í Reykjavík og byggingu gróðurhúsa í Hveragerði. Nú eru starfræktar um 30 hitaveitur í landinu. Nálægt 87% landsmanna nota jarðhitavatn til upphitunar híbýla sinna. Aflgeta jarðhitasvæða hitaveitnanna er nálægt 1250 megavött (MW), sem annar þörf markaðarins þegar hún er mest í kuldaköstum á vetrum. Inni í þessari tölu er ekki aðeins húshitun heldur einnig verulegur hluti gróðurhúsa landsins. Afl jarðhitasvæða hitaveitnanna svarar til vatnsrennslis sem nemur um 6,6 teningsmetrum á sekúndu af 80°C heitu vatni sem nýtt væri niður í 35°C. Þetta rennsli er heldur meira en meðalrennsli Elliðaánna í Reykjavík, sem er 5 teningsmetrar á sekúndu. Raforka er framleidd á fimm svæðum (Krafla, Nesjavellir, Svartsengi, Námafjall og Reykjanes) og er samanlagt afl allra virkjananna um 171 megavatt. Árið 1999 nam orkuframleiðsla allra jarðgufuvirkjananna 1137 milljónum kflóvattstunda (kWh) eða tæplega 15,8% af þeirri raforku sem framleidd varí landinu. Jarðhiti á Islandi er allmikið notaður til upphitunar gróðurhúsa og til ylræktar. Flatarmál allra góðurhúsa í dag er nálægt því að vera 18 hektarar. Auk þess er heitt vatn og gufa nýtt til iðnaðar, svo sem í þörungaverksmiðjunni á Reykhólum og í Kísiliðjunni við Mývatn. Allmikið af volgu vatni er notað til fiskeldis. í landinu eru nú 158 sundlaugar og af þeim nota 127 jarðhitavatn. Nýting jarðhita á íslandi hefur haft mikil áhrif á byggðaþróun í landinu. Víða hafa byggst upp þéttbýliskjarnar, þorp og bæir á jarðhitastöðum, eins og Hveragerði. Þar reis fyrsta gróðurhúsið árið 1930. Þá var enginn byggðakjami á svæðinu, aðeins býlið Ölfus. Samkvæmt reiknireglum Evrópusambandsins nemur notkun jarðvarma (1998) 52% af árlegri orkunotkun Islendinga. Á íslandi em engar reglur né lög í gildi um mengun frá jarðhitavirkjunum eða um förgun affallsvatns. ___________ ______________ Sama á við um jarðhita og aðrar náttúruauð- lindir í jörðu. I þeim löndum þar sem jarðhiti er nýttur hefur tæknileg þekking við jarð- hitaleit, jarðboranir og vinnslu jarðhita í flestum tilvikum annaðhvort verið vistuð undir raforkufyrirtækjum eða oh'uíyrirtækjum. Raforkufyrirtækin hafa stundum ekki áttað sig á þeirri óvissu sem þarf að búa við og reyna að eyða þegar nýting jarðhita er annars vegar. Þar hafa ákvarðanir verið teknar á sömu forsendum og þegar byggð em hefðbundin orkuver sem nýta kol, olíu eða gas. Þegar gögn vantar gefa raforku- fyrirtækin sér ákveðnar forsendur við boranir, hönnun mannvirkja og orkuverð í stað þess að afla gagna. Hefðbundin raf- orkuver eru nánast keypt úti í búð eins og franskbrauð. Þau em keypt af raforku- framleiðendum þegar orkuspá bendir til að þörf sé á nýju orkuveri. Olíufyrirtæki hafa hins vegar verið rausn- arleg á boranir. Þar em menn vanir því að taka áhættu, en átta sig ekki á því að það koma dollarar upp úr olíuholum en aðeins sent úr jarðhitaholum. Það getur verið í góðu lagi að bora tíu holur eftir olíu þótt aðeins ein heppnist, en það gengur ekki í j arðhitaiðnaðinum. 224
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.