Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 98
JARÐHITI Á ÍSLANDI
Jarðhitasvæðum á íslandi hefur verið skipt í tvo flokka, háhitasvæði annars vegar og
lághitasvæði hins vegar. Háhitasvæðin liggja innan gosbeltanna eða við jaðra þeirra en
lághitasvæðin í eldri jarðmyndunum. Talið er að varmagjafi háhitans sé innskot af kviku
í rótum jarðhitakerfanna. Hins vegar er talið að varmagjafi lághitans sé heitt berg í rótum
lághitakerfanna, a.m.k. í flestum tilvikum.
Á 8. mynd er sýnt yfirlit yfir nýtingu jarðhita á íslandi. Nútímaleg nýting jarðhita
hérlendis hófst um 1930 með fyrstu hitaveitunni í Reykjavík og byggingu gróðurhúsa í
Hveragerði. Nú eru starfræktar um 30 hitaveitur í landinu. Nálægt 87% landsmanna nota
jarðhitavatn til upphitunar híbýla sinna. Aflgeta jarðhitasvæða hitaveitnanna er nálægt
1250 megavött (MW), sem annar þörf markaðarins þegar hún er mest í kuldaköstum á
vetrum. Inni í þessari tölu er ekki aðeins húshitun heldur einnig verulegur hluti
gróðurhúsa landsins. Afl jarðhitasvæða hitaveitnanna svarar til vatnsrennslis sem
nemur um 6,6 teningsmetrum á sekúndu af 80°C heitu vatni sem nýtt væri niður í 35°C.
Þetta rennsli er heldur meira en meðalrennsli Elliðaánna í Reykjavík, sem er 5
teningsmetrar á sekúndu.
Raforka er framleidd á fimm svæðum (Krafla, Nesjavellir, Svartsengi, Námafjall og
Reykjanes) og er samanlagt afl allra virkjananna um 171 megavatt. Árið 1999 nam
orkuframleiðsla allra jarðgufuvirkjananna 1137 milljónum kflóvattstunda (kWh) eða
tæplega 15,8% af þeirri raforku sem framleidd varí landinu.
Jarðhiti á Islandi er allmikið notaður til upphitunar gróðurhúsa og til ylræktar.
Flatarmál allra góðurhúsa í dag er nálægt því að vera 18 hektarar. Auk þess er heitt vatn
og gufa nýtt til iðnaðar, svo sem í þörungaverksmiðjunni á Reykhólum og í Kísiliðjunni
við Mývatn. Allmikið af volgu vatni er notað til fiskeldis. í landinu eru nú 158
sundlaugar og af þeim nota 127 jarðhitavatn.
Nýting jarðhita á íslandi hefur haft mikil áhrif á byggðaþróun í landinu. Víða hafa
byggst upp þéttbýliskjarnar, þorp og bæir á jarðhitastöðum, eins og Hveragerði. Þar
reis fyrsta gróðurhúsið árið 1930. Þá var enginn byggðakjami á svæðinu, aðeins býlið
Ölfus.
Samkvæmt reiknireglum Evrópusambandsins nemur notkun jarðvarma (1998) 52% af
árlegri orkunotkun Islendinga.
Á íslandi em engar reglur né lög í gildi um mengun frá jarðhitavirkjunum eða um
förgun affallsvatns. ___________ ______________
Sama á við um jarðhita og aðrar náttúruauð-
lindir í jörðu. I þeim löndum þar sem jarðhiti
er nýttur hefur tæknileg þekking við jarð-
hitaleit, jarðboranir og vinnslu jarðhita í
flestum tilvikum annaðhvort verið vistuð
undir raforkufyrirtækjum eða oh'uíyrirtækjum.
Raforkufyrirtækin hafa stundum ekki
áttað sig á þeirri óvissu sem þarf að búa við
og reyna að eyða þegar nýting jarðhita er
annars vegar. Þar hafa ákvarðanir verið
teknar á sömu forsendum og þegar byggð
em hefðbundin orkuver sem nýta kol, olíu
eða gas. Þegar gögn vantar gefa raforku-
fyrirtækin sér ákveðnar forsendur við
boranir, hönnun mannvirkja og orkuverð í
stað þess að afla gagna. Hefðbundin raf-
orkuver eru nánast keypt úti í búð eins og
franskbrauð. Þau em keypt af raforku-
framleiðendum þegar orkuspá bendir til að
þörf sé á nýju orkuveri.
Olíufyrirtæki hafa hins vegar verið rausn-
arleg á boranir. Þar em menn vanir því að
taka áhættu, en átta sig ekki á því að það
koma dollarar upp úr olíuholum en aðeins
sent úr jarðhitaholum. Það getur verið í
góðu lagi að bora tíu holur eftir olíu þótt
aðeins ein heppnist, en það gengur ekki í
j arðhitaiðnaðinum.
224