Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 60

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 60
landriss þegar ísaldarjökullinn hvarf af landinu. Því eru verulegar líkur á að efstu og jafnframt elstu fjörumörk á svæðinu við utanverðan Hvalfjörð, í 115-125 m hæð sunnan undir Hafnarfjalli og Skarðsheiði og í 105 m hæð í austanverðu Akrafjalli (5. mynd), séu jafnaldra og mynduð fyrir 12.575 ± 9014C árum BP. Halli þessara fjörumarka er sem nemur um 2,3 m á hvem kílómetra (m/ km) og ef þessum forna haffleti er fylgt eftir norður r Andakíl og Skorradal kemur í ljós að hæð Stóra-Sandhóls (148 m) fellur mjög nærri þessum fleti og líkur eru á að hann sé af sama eða svipuðum aldri og efstu fjörumörk sunnan Skarðsheiðar og að á þessum tíma hafi ysti hluti Borgarfjarðar verið jökullaus. Aldursákvörðun með geisla- kolsaðferð á skeljabrotum sem safnað var í 114-135 m hæð í Stóra-Sandhóli (1-1824) sýndi að aldur skeljabrotanna er 12.270 ± 15014CárBP(Ashwell 1975). Sé þessum foma haffleti aftur á móti fylgt inn eftir Svínadal og Hvalfirði lenda öll þekkt fjömmörk austan við bæinn Neðra-Skarð í Svínadal neðan við flötinn og þau eru því líkast til eitthvað yngri en efstu fjörumörk á svæðinu. Takmörkuð útbreiðsla efstu fjöm- marka til austurs bendir til þess að á myndunartíma þeirra hafi brún skriðjökuls í Svínadal verið austan við Neðra-Skarð og í Hvalfirði hafi brún jökuls hugsanlega legið við Lambhaga- og Galtarholtsmela (5. mynd). Fjörumörk í um 55 m hæð í syðsta hluta Skorholtsmela mynduðust fyrir a.m.k. 12.005 14C ámm BP, en setlög af þessum aldri er vrða að finna á þessu svæði, aðallega í Mela- og Ásbökkum og í Andakíl (Ólafur Ingólfsson 1988 og Ashwell 1975). Setlögin í Mela- og Ásbökkum er mjög erfrtt að tengja við ákveðin fjörumörk og því ekki unnt að segja til um hæð afstæðs sjávarborðs á þeim tíma annað en að hæð þess var meiri en 25 m, sem er mesta hæð fundarstaða skeljanna í bökkunum. I Andaktl hafa fundist skeljar r sjávar- setlögum m.a. við Andakílsárvirkjun og í nágrenni við bæinn Efri-Hrepp. Sýnishom af þessum skeljum hafa verið aldurs- ákvörðuð og reyndist aldur þeirra við Andakílsárvirkjun vera 12.240 ± 200 14C ár BP (1-1825) og 12.100 ± 25014C ár BP (S-289) ofan við Efri-Hrepp (Ashwell 1975). Skeljunum var safnað í 16-24 m og 18-23 m hæð yfir sjó úr fínkoma sjávarseti sem myndar neðsta hluta sethjalla sem þarna ná um 70-80 m hæð (Ashwell 1975 og Halldór Torfason 1974). Við Árdalsá, utarlega í Andakíl er um 40 m hár sethjalli sem nær um 70 m hæð yfir sjó. Neðst í hjallanum er um 8 m þykk lagskipt setmyndun úr sandi og siltblönduðum sandi með skeljum (Halldór Torfason 1974). Aldur þessara skelja, sem safnað var í 25- 30 mhæð yfir sjó (S-290) er 12.100 ± 15014C árBP(Ashwell 1975). Ofarí sethjallanumer 9-13 m þykkt lag úr silti með sams konar skeljum og eru í neðra laginu en aldur skelja sem var safnað í 47 m hæð yfir sjó (Lu-2371) er 12.145 ± 14014C ár BP (Ólafur Ingólfsson 1988). Efstu 10-17 m hjallans eru gerðir úr lagskiptu strandseti úr möl og sandi, sem myndaðist þegar afstætt sjávarborð var í um 70 m hæð yfir sjó (Halldór Torfason 1974 og Ólafur Ingólfsson 1988). Ef fjörumörk í 70- 80 m hæð í Andakíl eru jafnaldra eða af svipuðum aldri og 55 m fjörumörkin sunnan í Skorholtsmelum er halli fjörumarkanna um 1,2 m/km. Ekki eru sýnileg nein ummerki þess að jöklar hafi seinna gengið yfir sethjallana í Andakíl og við Árdalsá og af því leiðir að þessi hluti Borgarfjarðar hefur verið orðinn íslaus fyrir um 12.10014C árum. Sé þessum foma haffleti fylgt inn eftir (austur) Hvalfjarðarströnd kemur í ljós að ofan hans eru forn fjörumörk a.m.k. inn að Svarthamarsrétt, en þar eru efstu fjörumörk í um 75 m hæð (Brynhildur Magnúsdóttir 1997). Þegar þessi tilteknu fjörumörk voru að myndast, á sama tíma og 80 m fjöru- mörkin í Andakíl, var brún skriðjökuls í Hvalfirði líklega austan við Svarthamra og hefur aldrei síðar náð utar í fjörðinn. Milli efstu fjörumarka sunnan Skarðsheiðar (125 m) og þeirra sem markast af 55 m fjöm- mörkum sunnan í Skorholtsmelum em greinileg fjömmörk í 105 m hæð í Kötlum við Leirá undir Hafnarfjalli, en aldur þessara fjömmarka er á bilinu 12.005 til 12.575 14C ár BP. Þar sem þessi fjörumörk eru mótuð í efsta og nyrsta hluta Skorholtsmela, em þau 186
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.