Náttúrufræðingurinn - 2000, Qupperneq 60
landriss þegar ísaldarjökullinn hvarf af
landinu. Því eru verulegar líkur á að efstu og
jafnframt elstu fjörumörk á svæðinu við
utanverðan Hvalfjörð, í 115-125 m hæð
sunnan undir Hafnarfjalli og Skarðsheiði og
í 105 m hæð í austanverðu Akrafjalli (5.
mynd), séu jafnaldra og mynduð fyrir 12.575
± 9014C árum BP. Halli þessara fjörumarka er
sem nemur um 2,3 m á hvem kílómetra (m/
km) og ef þessum forna haffleti er fylgt eftir
norður r Andakíl og Skorradal kemur í ljós að
hæð Stóra-Sandhóls (148 m) fellur mjög
nærri þessum fleti og líkur eru á að hann sé
af sama eða svipuðum aldri og efstu
fjörumörk sunnan Skarðsheiðar og að á
þessum tíma hafi ysti hluti Borgarfjarðar
verið jökullaus. Aldursákvörðun með geisla-
kolsaðferð á skeljabrotum sem safnað var í
114-135 m hæð í Stóra-Sandhóli (1-1824)
sýndi að aldur skeljabrotanna er 12.270
± 15014CárBP(Ashwell 1975).
Sé þessum foma haffleti aftur á móti fylgt
inn eftir Svínadal og Hvalfirði lenda öll þekkt
fjömmörk austan við bæinn Neðra-Skarð í
Svínadal neðan við flötinn og þau eru því
líkast til eitthvað yngri en efstu fjörumörk á
svæðinu. Takmörkuð útbreiðsla efstu fjöm-
marka til austurs bendir til þess að á
myndunartíma þeirra hafi brún skriðjökuls í
Svínadal verið austan við Neðra-Skarð og í
Hvalfirði hafi brún jökuls hugsanlega legið
við Lambhaga- og Galtarholtsmela (5.
mynd). Fjörumörk í um 55 m hæð í syðsta
hluta Skorholtsmela mynduðust fyrir a.m.k.
12.005 14C ámm BP, en setlög af þessum aldri
er vrða að finna á þessu svæði, aðallega í
Mela- og Ásbökkum og í Andakíl (Ólafur
Ingólfsson 1988 og Ashwell 1975). Setlögin
í Mela- og Ásbökkum er mjög erfrtt að tengja
við ákveðin fjörumörk og því ekki unnt að
segja til um hæð afstæðs sjávarborðs á þeim
tíma annað en að hæð þess var meiri en 25 m,
sem er mesta hæð fundarstaða skeljanna í
bökkunum.
I Andaktl hafa fundist skeljar r sjávar-
setlögum m.a. við Andakílsárvirkjun og í
nágrenni við bæinn Efri-Hrepp. Sýnishom
af þessum skeljum hafa verið aldurs-
ákvörðuð og reyndist aldur þeirra við
Andakílsárvirkjun vera 12.240 ± 200 14C ár
BP (1-1825) og 12.100 ± 25014C ár BP (S-289)
ofan við Efri-Hrepp (Ashwell 1975).
Skeljunum var safnað í 16-24 m og 18-23 m
hæð yfir sjó úr fínkoma sjávarseti sem
myndar neðsta hluta sethjalla sem þarna ná
um 70-80 m hæð (Ashwell 1975 og Halldór
Torfason 1974).
Við Árdalsá, utarlega í Andakíl er um 40 m
hár sethjalli sem nær um 70 m hæð yfir sjó.
Neðst í hjallanum er um 8 m þykk lagskipt
setmyndun úr sandi og siltblönduðum
sandi með skeljum (Halldór Torfason 1974).
Aldur þessara skelja, sem safnað var í 25-
30 mhæð yfir sjó (S-290) er 12.100 ± 15014C
árBP(Ashwell 1975). Ofarí sethjallanumer
9-13 m þykkt lag úr silti með sams konar
skeljum og eru í neðra laginu en aldur skelja
sem var safnað í 47 m hæð yfir sjó (Lu-2371)
er 12.145 ± 14014C ár BP (Ólafur Ingólfsson
1988). Efstu 10-17 m hjallans eru gerðir úr
lagskiptu strandseti úr möl og sandi, sem
myndaðist þegar afstætt sjávarborð var í um
70 m hæð yfir sjó (Halldór Torfason 1974 og
Ólafur Ingólfsson 1988). Ef fjörumörk í 70-
80 m hæð í Andakíl eru jafnaldra eða af
svipuðum aldri og 55 m fjörumörkin sunnan
í Skorholtsmelum er halli fjörumarkanna um
1,2 m/km. Ekki eru sýnileg nein ummerki
þess að jöklar hafi seinna gengið yfir
sethjallana í Andakíl og við Árdalsá og af
því leiðir að þessi hluti Borgarfjarðar hefur
verið orðinn íslaus fyrir um 12.10014C árum.
Sé þessum foma haffleti fylgt inn eftir
(austur) Hvalfjarðarströnd kemur í ljós að
ofan hans eru forn fjörumörk a.m.k. inn að
Svarthamarsrétt, en þar eru efstu fjörumörk í
um 75 m hæð (Brynhildur Magnúsdóttir
1997). Þegar þessi tilteknu fjörumörk voru
að myndast, á sama tíma og 80 m fjöru-
mörkin í Andakíl, var brún skriðjökuls í
Hvalfirði líklega austan við Svarthamra og
hefur aldrei síðar náð utar í fjörðinn. Milli
efstu fjörumarka sunnan Skarðsheiðar
(125 m) og þeirra sem markast af 55 m fjöm-
mörkum sunnan í Skorholtsmelum em
greinileg fjömmörk í 105 m hæð í Kötlum við
Leirá undir Hafnarfjalli, en aldur þessara
fjömmarka er á bilinu 12.005 til 12.575 14C ár
BP. Þar sem þessi fjörumörk eru mótuð í
efsta og nyrsta hluta Skorholtsmela, em þau
186