Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 55
4. mynd. Efstufjörumörk í 105 m hæðyfir sjó í austanverðu Akrafjalli. - View ofthe marine
limit shoreline below the eastern slope of Mt. Akrafjall. Ljósm./photo: Brynhildur
Magnúsdóttir.
(2. mynd), var sent til háskólans í Árósum
og það aldursákvarðað af starfsmönnum
eðlisfræðideildar skólans. Skemmst er frá
því að segja að geislakolsaldur beinsins
reyndist vera 12.575 ± 80 geislakolsár (l4C
ár) fyrir árið 1950 (BP; Before Present) að
frádregnum sýndaraldri sjávar við Island en
hann er talinn nema um 365 ± 20 l4C árum
(Sören Hákansson 1983). Með ákvörðun á
aldri hvalbeinsins í austanverðu Akrafjalli er
í fyrsta sinn fengin örugg tenging milli
lífrænna leifa sjávardýrs og efstu fjörumarka
á Suðvesturlandi og um leið er fenginn l4C
aldur fomra fjömmarka í 105 m hæð yftr sjó í
austanverðu Akrafjalli (4. mynd).
Aldursgreiningar með geislakolsaðferð
byggjast á því að samsætur kolefnis (C) eru
þrjár; l2C og 13C, sem báðar eru stöðugar, og
14C sem er óstöðug (geislavirk) og myndast
við geimgeislun í efstu lögum lofthjúps
jarðarinnar. Þessar samsætur kolefnis eru
langt frá því að vera í jöfnum hlutföllum og
eru samsæturnar 12C og 13C um 99,99% alls
kolefnis í andrúmsloftinu. Af því má ráða að
magn hinnar óstöðugu samsætu kolefnis 14C
er mjög lítið en helmingunartími hennar er
um 5600 ár. Geislakol hegðar sér eins og
venjulegt kolefni og gengur í samband við
súrefni loftsins, myndar kolsýru og binst í
vefjum jurta og dýra. Um leið og lífverurnar
deyja hætta þær að taka til sín kolsýru og
geislakolið (14C) tekur þá þegar að klofna og
eyðast og á um 5600 árum er aðeins helm-
ingur hins upprunalega geislakols eftir í líf-
rænu leifunum. Hlutfall geislakols og
venjulegs kolefnis í lífrænu efni gefur því til
kynna hversu langt er síðan lífveran dó, að
því tilskildu að hlutur samsætunnar 14C sé
stöðugur í tíma og rúmi (Þorleifur Einarsson
1968).
Niðurstöður aldursákvarðana með geisla-
kolsaðferð eru gefnar upp í geislakolsárum,
en fjöldi geislakolsára er ekki jafn fjölda
venjulegra ára í okkar tímatali. Þessi munur
stafar af því að í tímans rás hefur styrkur
(hlutfall) 14C-samsætu kolefnis verið breyti-
legur og til þess að geta leiðrétt aldurs-
ákvarðanir á landrænum lífleifum með tilliti til
breytilegs styrks 14C er nauðsynlegt að vita
hvemig og hvenær styrkur 14C hefur breyst.
Með því að aldursákvarða með geislakols-
aðferð ákveðna árhringi (einföld talning) í
stofnum tijáa, sem ná mjög háum aldri, fæst
góður samanburður á trjáhringa- og geisla-
kolsaldri árhringsins. Almennt er álitið að
vöxtur trjáa nemi einum (ár)hring á ári og því
er ljóst að niðurstaða aldursákvörðunar með
talningu árhringa er mjög nærri því að sam-
svara venjulegum almanaksárum. Misntunur
á aldri hans samkvæmt þessum tveimur
aðferðum segir til urn breytilegt hlutfall sam-
sætunnar 14C í andrúmsloftinu. Sambæri-
legar leiðréttingar er hægt að gera á leifum
sjávarlífvera með samanburði við U/Th-
aldur kóralla, sem er ekki fjarri því að vera
jafn aldri þeirra í almanaksárum talið.
181