Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 63

Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 63
VöKTUN SJÓFUGLASTOFNA ÆVAR PETERSEN ér á landi verpa 23 tegundir fugla sem samkvæmt almennri málhefð eru kallaðir sjófuglar. Þetta eru ------- fýll Fulmarus glacialis, súla Morus bassanus, toppskarfur Phalacrocorax aristotelis, dílaskarfur P. carbo, sjósvala Oceanodroma leucorrhoa, stormsvala Hydrobates pelagicus, skrofa Puffinus puffmus, æðarfugl Somateria mollissima, skúmur Stercorarius skua, kjói S. para- siticus, kría Sterna paradisaea, hettumáfur Larus ridibundus, stormmáfur L. canus, sílamáfur L. fuscus, svartbakur L. marinus, hvítmáfur L. hyperboreus, silfurmáfur L. argentatus, rita Rissa tridactyla, lundi Fratercula arctica, álka Alca torda, langvía LJria aalge, stuttnefja U. lomvia og teista Cepphus grylle. Stundum eru ýmsar fleiri tegundir einnig taldar til sjófugla, þ.á m. meðal himbrimi Gavia immer, lómur G. stellata, straumönd Histrionicus histrioni- cus, hrafnsönd Melanitta nigra, hávella Clangula hyemalis, óðinshani Phalaropus lobatus og þórshani P. fulicarius, enda haida þær sig meiri hluta ársins á sjó. Sjófuglar eiga það sameiginlegt að verpa í tiltölulega þéttum vörpum (eða byggðum) sem eru bæði misþétt og misstór, en það er að nokkru tegundabundið. Kjói er helsta undantekningin því varppörin eru oftast Ævar Petersen (f. 1948) lauk B.Sc. Honours prófi í dýrafræði frá Aberdeen-háskóla, Skotlandi, 1971 og doktorsprófi í fuglafræði frá Oxford-háskóla, Englandi, 1981. Ævar hefur unnið á Náttúrufræði- stofnun fslands frá 1978 og er nú forstöðumaður Reykjavíkurseturs stofnunarinnar. stök eða mjög dreifð. í stærstu vörpunum, venjulega í stórum fuglabjörgum eða eyjum, eru hundruð þúsunda eða milljónir para af mörgurn tegundum. I öðrum eru þaðan af færri pör á hverjum stað, allt niður í stök varppör eins og dæmi eru um einkum meðal kría og máfa. Sjófuglar eru afar mikilvægur hópur í fuglaríki Islands, bæði miðað við fjölda tegunda og einstaklinga, og þar með náttúru landsins í heild. Ferðamenn laðast í síauknum mæli að byggðum þeirra - einkum stóru fuglabjörgunum - en núorðið er boðið upp á skoðunarferðir að flestum stærri sjófuglabyggðum og einnig mörg- um hinna smærri (1. mynd). Sjófuglar eru einnig mikilvægir nytjafuglar og nægir í raun að nefna æðarfugl í því sambandi, en einnig má minnast á lunda- og svart- fuglaveiði og töku eggja ýmissa sjófugla, s.s. svartfugla, ritu og kríu. Allar stærri sjófuglabyggðir, og nánast öll vörp vissra tegunda eins og langvíu og stuttnefju, eru heimsóttar árlega til veiða á fullvöxnum fuglum, ungatekju eða eggjatöku. Hvað gerum við íslendingar til þess að fylgjast með - vakta - þann náttúruarf sem felst í sjófuglabyggðum? Margvíslegar hættur geta steðjað að sjófuglum, bæði af völdum manna og af náttúrulegum toga. Þannig geta óheftar nytjar skaðað vörpin, bæði í bráð og lengd, ef tekjan er meiri en viðkoman. Einn þáttur í skipulegri umhverfis- vemd er að fylgjast með breytingum á sjó- fuglastofnum þannig að unnt sé að bregð- ast við í tæka tíð ef ástæða þykir til. Náttúrufræðingurinn 69 (3-4), bls. 189-200, 2000. 189
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.