Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 85
STEFÁN ARNÓRSSON OG
SIGURÐUR R GÍSLASON
Orkunotkun OG
UMHVERFISÁHRIF
1. hluti: Orkugjafar
Lífskjör iðnvæddra þjóða tengjast
fyrst og fremst orkunotkun þeirra,
nýtingu annarra náttúruauðlinda
og þekkingu á sviði vísinda og
tœkni, auk annars mannauðs. Hin
mikla orkunotkun mannkyns, sem
hófst með iðnbyltingunni í upphafi
19. aldar, hefur öðru fremur leitt
mönnum fyrir sjónir að auðlindir
jarðar eru takmarkaðar. Skaðleg
hnattrœn umhverfisáhrif hafa orðið
af brennslu lífrœnna orkugjafa.
ær orkulindir sem mannkynið
nýtir aðallega eru hráolía, jarð-
gas, kol, kjarnorka og vatnsafl.
Auk þess eru jarðvarmi, vind-
orka, sólarorka og sjávarfallastraumar notuð
í smærri stíl. Olían er mikilvægust. I þeirri
grein sem hér birtist verður fjallað um þessar
orkulindir jarðar, eðli þeirra og uppruna.
Ætlunin er að síðar birtist í Náttúrufræð-
ingnum tvær greinar til viðbótar undir sama
aðalheitinu - Orkunotkun og umhverfis-
áhrif. Önnur mun fjalla um mengun af völd-
um orkunotkunar en hin um hitnun á jörð-
inni, þ.e. svonefnd gróðurhúsaáhrif, sem
brennsla kola, olíu og gass orsakar.
Orkuauðlindum er oft skipt í tvo flokka.
Annars vegar eru endurnýjanlegar auðlindir
og hins vegar þær sem ganga til þurrðar eftir
því sem af þeim er tekið. í augum þeirra sem
hafa raunvísindalegan bakgrunn er orka
heimsins þó óbreytanleg stærð; aðeins er
hægt að breyta um orkuform, t.d. með því að
breyta vatnsorku yfir í raforku. Þær orku-
lindir sem ekki teljast endumýjanlegar,
endurnýjast vissulega, en margfalt hægar
en sem nemur eyðslu þeirra. Þær auðlindir
sem ekki teljast endumýjanlegar eru hráolía,
jarðgas, kol og kjamorka (úran). Talið er
réttast að líta á jarðhita sem „hálfendur-
nýjanlega“ orkulind. Einstök jarðhitasvæði,
sem eru í vinnslu, endurnýjast, en þó ekki
með þeim hraða sem þau eru nýtt.
Stefán Arnórsson (f. 1942) lauk B.S.-prófi í jarð-
fræði frá Edinborgarháskóla 1966 og doktorsprófi
í hagnýtri jarðefnafræði frá Imperial College í
London 1969. Hann starfaði við jarðhitadeild
Orkustofnunar á árunum 1969-1978 en síðan við
Háskóla fslands, fyrst sem dósent og síðar sem
prófessor. Stefán hefur unnið víða erlendis sem
ráðgjafi á sviði jarðhita.
Sigurður Reynir Gíslason (f. 1957) lauk B.S.-prófi í
jarðfræði frá Háskóla íslands 1980 og doktors-
prófi í jarðefnafræði frá Johns Hopkins-háskólan-
um í Bandaríkjunum 1985. Hann hefur starfað sem
sérfræðingur, fræðimaður og loks vísindamaður
við Raunvísindastofnun frá 1985. Sigurður hefur
stundað jarðefnafræðirannsóknir í Bandaríkjunum,
Frakklandi og Portúgal.
Náttúrufræðingurinn 69 (3-4), bls. 211-228, 2000.
211