Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 46

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 46
um að velta því fyrir sér hvað hefði getað gerst í árdaga í lítilli hlýrri tjöm (Calvin 1969). Pasteur fjallaði ekki heldur um upphaf lífs í ritum sínum og reyndar er óvíst hvern hug hann bar til þróunarkenningar Darwins. Henni var yfirleitt fálega tekið í Frakklandi. I öllum ritum Pasteurs er Darwin aðeins einu sinni nefndur á nafn (Farley 1977) og líklega hefur Darwin ekki verið nákominn vísinda- störfum Pasteurs. Þessir snillingar fórust á mis. ■ FRYMI OG SLÍMVERUR 4. mynd Ernst Haeckel (1834-1919). (Úr History ofGe- netics eftir H. Stubbe.) sínum hafði hugsað sér að gerast þjónn kirkjunnar, var nú orðinn trúleysingi (Desmond og Moore 1992). Darwin sagði í bréfi frá sjöunda ára- tugnum að spurningin um sjálfkviknun lífs væri utan marka vísindamanna. Með því hefur hann væntanlega átt við að þekking manna á lífinu væri enn of skammt á veg komin til þess að hægt væri að svara slíkum spurningum af nokkurri skynsemi. Darwin forðaðist líka að fjalla um uppruna lífs á jörðinni í ritum sínum. í bréfi til Joseph Hookers árið 1863 sagði hann að það væri „alger fásinna að hugsa nú um uppruna lífs, það væri eins hægt að hugsa um uppruna efnisheimsins" (Farley 1977). í bréfi til Hookers árið 1871 gat hann þó ekki stillt sig Ekki voru allir þróunarsinnar jafn varkárir og Darwin og sumir þeirra hikuðu ekki við að álykta að hið fyrsta líf hlyti að hafa kviknað af sjálfu sér úr lífvana efni. Fremsti og áhrifa- mesti talsmaður slíkra kenn- inga var þýski dýrafræðing- urinn og þróunarsinninn Ernst Haeckel (4. mynd). Haeckel gerði skýran greinarmun á heterogenesis (líf úr lífrænu efni) og abiogenesis (líf úr ólífrænu efni) og taldi heterogenesis ekki skipta máli þegar fjallað væri um myndun fyrstu lífvera jarðar (Farley 1977). Haeckel tengdi þessar kenningar sínar vinsælum hugmyndum um að frumur í sinni einföldustu mynd væru gerðar úr ósérhæfðu en óskilgreindu efni, frymi (protoplasma), sem hugsanlega gæti myndast beint úr ólífrænu efni. Það væri ef til vill ekki stórt stökk úr ólífrænu efni yfir í lifandi frymisklump. Samkvæmt þessari kenningu væri það frymið frekar en fruman sem væri lifandi. Enn skorti vísindamenn lil- finnanlega þekkingu á frumustarfseminni. Frumuskiptingum hafði ekki enn verið lýst og hlutverk frumukjarnans var óþekkt. 172
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.