Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 4
Verndargildi NÁTTÚRUNNAR Nýlega setti Náttúrufræðistofnun íslands fram tillögu um vemdarviðmið sem beita má til að meta vemdargildi einstakra náttúmfarsþátta eða landssvæða*. Jafnframt hefur stofnunin sett fram tillögu um verklag við skráningu náttúmfars á fyrirhuguðum virkjunarsvæðum. Verkefnisstjóm Rammaáætlunar ríkisstjóm- arinnar um virkjun vatnsfalla og háhitasvæða mun taka afstöðu til þessara tillagna hvað varðar virkjunarsvæði en tillögumar hafa í raun mun víðtækari skírskotun og geta nýst við mat á umhverfisáhrifum flestra framkvæmda, við gerð skipulagsáædana og við mat á vemdargildi vistkerfa og náttúruminja. Samkvæmt tillögunum skal flokka allt land og vatn í svokallaðar vistgerðir (habitat types) og vom skilgreiningar Evrópusambandsins á vistgerðum frá árinu 1996 hafðar til hliðsjónar og fyrirmyndar en aðlagaðar íslenskum aðstæðum. Skilgreiningar ES byggja aftur á móti á flokkun Bemarsamningsins á palearktískum vistgerðum. Þessar hugmyndir vom sannprófaðar sumarið 1999 á tveimur hugsanlegum virkjunarsvæðum (á Brúardölum og Vesturöræfum og á Hofsafrétt). Eitt af markmiðum verkefnisins var að skilgreina og staðsetja vistgerðir á landi með hjálp gróðurkorta og lýsa einkennum þeirra. Vistgerðir em land- fræðilegar einingar í náttúmnni, einingar sem hafa tiltekin einkenni, t.d. hvað varðar gróður, dýralíf, jarðveg og loftslag. Rannsóknarsvæðin vom tvö sem áður em nefnd og þar vom gerðar mælingar á gróðri, fuglalífi og smádýralífi auk þess sem ýmis önnur einkenni í landi vom mæld eða metin og það síðan flokkað í mismunandi vistgerðir. Miðað er við að í hverri vistgerð fáist upp- lýsingar um (1) Sjaldgæfar tegundir og tegundir í útrýmingarhættu, (2) Tegundafjölbreytni og stöðugleika vistgerðar gagnvart raski, (3) Hvort viðkomandi vistgerð sé nauðsynleg til að viðhalda sterkum stofnum og mikilvægum tegundum, (4) NÍ-skýrsla nr. 9/2000. 220 bls. + 4 kort, 62 ljósmyndir, 27 skýringartöflur og 43 skýringar- myndir. Ritstjóri: Sigmundur Einarsson. Vísindlegt, félagslegt, efnahagslegt eða menning- arlegt gildi vistgerðar, (5) Mikilvægi vistgerðar til viðhalds náttúmlegra þróunarferla (framvindu) og (6) Náttúmvemdargildi vistgerðar í alþjóðlegu samhengi. Eiginlegt vemdargildi jarðmyndunar, lífvem, vistgerðar, vistkerfis eða landssvæðis getur verið af margvíslegum toga og samsett af mörgum þáttum. Við mat á vemdargildi þarf því að taka tillit til fjölmargra atriða, m.a. þeim sem ráðast af afstöðu manna, svo sem til efnahags, fegurðar, fræðslu- gildis, menningar- og atvinnusögu o.fl., en einnig til atriða sem em óháð afstöðu manna, svo sem fágætis náttúmfyrirbærisins á landsvísu eða heimsvísu. Gott dæmi um það em móbergsmyndanir sem em sjaldgæfar utan íslands. Loks þarf að taka tillit til vistfræðilegra viðmiða m.a. til Ijölbreytni, raksþols og samfellu í tíma og rúmi. Við gerð vemdarviðmiðanna var tekið mið af íslenskum lögum, alþjóðlegum skuldbindingum og norrænni vinnu við þróun slíkra viðmiða. Með því að beita vemdarviðmiðum á náttúmfarsgögnin fæst síðan mat á verndargildi einstakra náttúmfarsþátta og svæða, en slíkt mat verður þó ávallt afstætt. Samkvæmt tillögunum verða jarðfræðilegir og líffræðilegir þættir metnir og flokkaðir eftir gildi á héraðsvísu, landsvísu og á heimsvísu. Gert er ráð fyrir að gátlistar verði þróaðir og notaðir við mat á náttúmvemdargildi fyrirhugaðra virkjunarsvæða en þessar aðferðir henta einnig við mat á umhverfis- áhrifum annarra framkvæmda. Hér er í fyrsta sinn verið að taka upp og þróa aðferðir við mat á landi og vemdargildi þess sem nágrannar okkar í Evrópu hafa notað undanfarin ár með góðum árangri. Ástæða er til að hvetja áhugamenn um náttúmvemd til að kynna sér þessar tillögur og taka þátt í umræðu um þær og þróun þeirra á næstu mánuðum. .Skýrsluna er að finna á heimasíðu Náttúmfræðistofnunar íslands: http://www.ni.is Alfheiður Ingadóttir. 130 Náttúrufræðingurinn 69 (3-4), bls. 130, 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.