Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 8
1. tafla. Greni í ábúð íHornstrandafriðlandi sumarið 1999. - Number of dens confirmed to
be occupied and number of dens probably occupied by area within the Hornstrandir Na-
ture Reserve in 1999.
Svæði/Area Fjöldi grenja í ábúðlOccupied dens
Sléttuhreppur, ábúð staðfest - confirmed 24
Grunnavíkurhreppur, Strandamegin, ábúð staðfest - confirmed 10
Grunnavíkurhreppur, Jökulfjarðamegin, ábúð staðfest - confirmed 5
Hornvík, líkleg greni ófundin - probably occupied 1-2
Fljótavík, líkleg greni ófundin - probably occupied 1-3
Aðalvík, líkleg greni ófundin - probably occupied 1-2
Hesteyrarfjörður, líkleg greni ófundin - probably occupied 1-2
Samtals - Total 43-48
„göt“ voru í útbreiðslu grenja í ábúð en þar
eru Hornvík, Fljótavík, Aðalvík og Hest-
eyrarfjörður mest áberandi. Tveir steggir
sáust reglulega við tjaldstæðið í Höfn í
Homvík og eru miklar líkur á að a.m.k. annar
þeirra hafi verið grendýr, hugsanlega báðir.
Slóðir eftir refi sáust í Fljótavík og verður að
telja líklegt að þar hafi verið að minnsta kosti
eitt greni og líklega 2-3 sem ekki eru þekkt
og fundust ekki þrátt fyrir leit. Líklegt verður
að telja að við Hesteyrarfjörð hafi verið 1-2
greni í ábúð, en þar tjáði ferðamaður okkur
að hann hefði heyrt ref gagga og þá bárust
okkur til eyrna sögur um að þar hefðu refir
verið skotnir fyrr um sumarið. Við sunnan-
verða Aðalvík og í Miðvík urðum við vör við
dýr sem höguðu sér lfkt og grendýr án þess
að greni fyndust í ábúð. Samantekt um
fjölda grenja í ábúð er að finna í 1. töflu.
Skýrslur um veiðar í friðlandinu
Fram kom í veiðiskýrslum Jóns Oddssonar,
grenjaskyttu í Sléttuhreppi, að nokkrum
grenjum hefði verið spillt árið 1992, þ.e. að
menn hefðu unnið eða reynt að vinna þau
áður en hann kom á staðinn. I úrvinnslu
okkar er grenjum í ábúð í friðlandinu árin
1991-1994 því skipt í fjóra hluta, þ.e. greni
unnin í Sléttuhreppi, greni sem var spillt í
Sléttuhreppi, greni unnin innan marka frið-
lands í Grunnavíkurhreppi Strandamegin og
loks greni unnin innan marka friðlandsins í
Grunnavíkurhreppi Jökulfjarðamegin. Fjöldi
þessara grenja er sýndur á 2. mynd til saman-
burðar við fjölda grenja í ábúð sumarið 1999.
Nú ber þess að geta að sumarið 1999
fundust 23 áður óþekkt greni. Því er réttara
að bera fjölda unninna grenja fyrir friðun
saman við fjölda grenja sem voru þekkt fyrir
1999 eins og einnig er sýnt á 3. mynd.
Meðalfjöldi unninna og spilltra grenja innan
friðlandsins var 17,5 árin 1991-1994 en 29
áður þekkt greni voru í ábúð árið 1999.
Fjölgun grenja í ábúð er samkvæmt þessu
66%.
Fleiri þættir gera það að verkum að ekki er
rétt að bera saman fjölda grenja í ábúð 1999
og fjölda unninna og spilltra grenja árin
1991-1994 án frekari leiðréttingar. í fyrsta
lagi er rétt að geta þess að sumarið 1999
vorum við svo heppin að geta komist í land
undir Haugahlíð, í Rytnum og undir
Grænuhlíð en til þess þarf sjólag að vera
sérlega gott. Á þessum stöðum reyndust
4 greni vera í ábúð. Vitað er að grenja-
skyttan í Sléttuhreppi komst alls ekki
árlega í land á þessum stöðum meðan
grenjavinnsla var stunduð í friðlandinu. í
öðru lagi er í veiðiskýrslum yfirleitt ekki
getið grenja sem höfðu greinilega verið í
ábúð fyrr um sumarið en voru yfirgefin
þegar skyttan kom á staðinn. í þriðja lagi
er vitað að sumir landeigendur ömuðust
við starfi grenjaskyttnanna og því kom
alloft fyrir að skyttur slepptu því að leita á
grenjum sem voru í grennd við sumarhús
þessara landeigenda.
Því er 66% fjölgun grenja í ábúð í friðlandi-
nu sennilega ofmat og raunveruleg fjölgun
er að okkar mati örugglega innan við 50%.
134