Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 19
Þéttleiki rauðátu í Norður-Atlautshafi er
að jafnaði mestur suður af Nova Scotia, í
Labradorhafi og Grænlandshafi, og í
Noregshafi (Jaschnov 1970, Aksnes og
Blindheim 1996, Planque o.fl. 1997). Tvö
síðasttöldu svæðin eru stærst og má segja
að þau myndi eins konar útbreiðslukjarna
rauðátu. A þeim báðum eru gríðarstórir
hringstraumar einkennandi þáttur í strauma-
kerfinu og stuðla þeir sennilega að því að
rauðátan helst að verulegu leyti innan
svæðanna en rekur ekki burt.
Þótt þannig sé líklegt að mestur hluti rauð-
átunnar haldi sig innan meginútbreiðslu-
svæðanna, þá kann einhver hluti dýranna að
berast með straumum á milli þeirra. Líklegt er
að slíkir búferlaflutningar fari aðallega fram um
íslenska hafsvæðið, sem rnyndar þá eins konar
tengilið milli útbreiðslukjamanna í Labrador-
hafi og Grænlandshafi annars vegar og
Noregshafi hins vegar (1. mynd). Þannig er
líklegt að Norður-Atlantshafsstraumurinn
llytji rauðátu frá Labradorhaft og Grænlands-
hafí unt íslenska hafsvæðið og inn í Islandshaf
og Noregshaf. Djúpstraumar úr Islandshafi og
Noregshafi gætu hins vegar borið með sér
rauðátu, og þá einkum vetursetudýr, í hina
áttina, þ.e. úr Islandshafi og Noregshafi um
íslenska hafsvæðið og svo suður eða
suðvestur á bóginn til Grænlandshafs og
Labradorhafs.
Nýlega hófu starfsmenn Hafrannsókna-
stofnunarinnar, í samvinnu við bandaríska
vísindamenn, rannsóknir á erfðafræði rauð-
átu sem m.a. er ætlað að varpa ljósi á upp-
runa hennar umhverfis landið. Vonast er til
að rannsóknirnar leiði til betri skilnings á til-
flutningi rauðátu á milli svæða og náttúr-
legum sveiflum í stærð rauðátustofnanna.
■ LOKAORÐ
Sumar átutegundir hafa aðlagast lífi á
strandsvæðum en aðrar eru aðhæfðar því að
búa á úthafssvæðum. Rauðátan hefur í þessu
sambandi nokkra sérstöðu, því búsvæði
hennar nær í raun bæði yfir landgrunnið,
þangað sem hana rekur á vorin og þar sem hún
nýtir sér hina miklu framleiðni strand-
svæðanna, og svæðin utan þess, þar sem hún
heldur til á vetuma og verður m.a. síður bráð
rándýra. Þessi eiginleiki rauðátunnar - að geta
fæit sér í nyt bæði búsvæðin - er styrkur
hennar umfram ýmis önnur svifdýr.
Eitt af einkennum norðlægra hafsvæða er að
aðalvaxtartímabil svifþörunga er yfirleitt
tiltölulega stutt. Lífsferill rauðátunnar er vel
aðlagaður þessu. Með því að hrygningin
byrjar fyn- þegar vöxtur svifþörunganna er í
þann veginn að hefjast, er líklegt að rauðátu-
lirfurnar nái að vaxa upp í umhverfi þar sem
nóg er af æti. Vaxtartímabil rauðátunnar er
yfirleitt í góðu samræmi við vaxtartímabil
þörunganna, og hefur hún yfirleitt þroskast í
vetrardvalarstig unt líkt leyti og dregur úr
sumarvexti þömnganna. Það er rauðátunni
einnig afar mikilvægt við þessar aðstæður að á
hinu tiltölulega stutta vaxtarskeiði safnar hún
mikilli forðanæringu í formi olíu, sem hún svo
nýtir m.a. til að þrauka yfir veturinn og synda
upp í yfirborðslögin að afloknum vetrardvala.
Það eru nt.a. þessir eiginleikar í líffræði
rauðátunnar sem hafa leitt til þess að hún
kemst eins vel af og raun ber vitni í vistkerfum
Norður-Atlantshafsins.
■ LAKKIR
Gísli J. Ástþórsson. Karl Gunnarsson og
Olafur S. Ástþórsson lásu yfir handrit að
greininni og bentu á ýmislegt sem betur
mátti fara. Sumar þeirra rannsókna sem
minnst er á voru styrktar af Evrópusam-
bandinu og Lýðveldissjóði. Þessurn aðilum
færi ég mínar bestu þakkir.
■ HEIMILDIR
Aksnes, D.L. & Blindheim, J. 1996. Circulation
patterns in the North Atlantic and possible
impact on population dynamics of Calanus
finmarchicus. Ophelia 44. 7-28.
Ástþór Gíslason & Ólafur S. Ástþórsson 1995.
Seasonal cycle of zooplankton southwest of
lceland. Journal of Plankton Research 17.
1959-1976.
Ástþór Gíslason & Ólafur S. Ástþórsson 1996.
17