Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 44
1. mynd. Kvenkyns œxlunarkerfi nefdýrs, pokadýrs og fylgjudýrs. (Pough o.fl. 1996.)
öll eggin fara um hina vinstri og þar myndast
um þau hvíta og skurn. Um getnaðarliminn
fer aðeins sæði, ekki þvag. Eins og hjá poka-
dýrum er limur nefdýrs klofinn í endann.
Ymis sérkenni í beinagerð minna lfka á
skriðdýr. Nefdýrin hafa samt ótvíræð
einkenni spendýra: Húðin er þakin hári,
hjartað skiptist í fjögur hólf og blóðið er
jafnheitt, að vísu kaldara en í öðrum spen-
dýrum, eða um 30° til 32°C. Neðri kjálkinn er
aðeins eitt bein hvorum megin (mörg í
skriðdýrum) og þrjú heyrnarbein í miðeyra -
hamar, steðji og ístað (eitt í skriðdýrum).
Heilinn er stærri en í jafnstórum skriðdýrum
og um margt líkari heila spendýrs en
skriðdýrs. Þess er þó að geta að í heila nef-
dýra, sem og skriðdýra og pokadýra, vantar
hvelatengsl (corpus callosum), kerfi tauga-
brauta og stöðva er tengir hægra og vinstra
heilahvel í fylgjudýrum. Nefdýr eru tannlaus
og kjálkarnir með hornslíður eins og á fugls-
goggi-
Loks er þess að geta að nefdýrin hafa
mjólkurkirtla og kvendýrin ala unga sína á
mjólk. íslenska heitið spendýr á samt ekki
allskostar við, þar sem engir spenar tengjast
mjólkurkirtlunum en injólkin seytlar úr ótal
smákirtlum og vætir feldinn á kvið móður-
innar.
Af nefdýrum lifa nú þrjár tegundir af
jafnmörgum ættkvíslum, breiðnefur og tvær
tegundir af mjónef.
Breidnefur
Breiðnefur, Ornithorhynchus anatinus (2.
mynd), lifir í ám og vötnum austantil í
Ástralíu og á Tasmaníu, 40-60 cm á lengd,
þar af er skottið 10-15 cm. Nefið er eins og á
önd, skottið llatt, líkt og á bjór, og fæturnir
eru með sundfit á milli fimm táa með
hvössum klóm. Að ofan er feldurinn dökk-
gulbrúnn eða nærri svartur, Ijósari á bringu.
Innan á ökklunum á afturfótum karldýrs eru
sporar, tengdir eiturkirtlum. Ekki er Ijósl
hvort dýrin nota eitrið til varnar, við veiðar
eða í innbyrðis átökum um kvendýrin, sem
hafa raunar eiturspora í æsku er rýrna svo.
Breiðnefsstunga er afar kvalafull og sögð
banvæn hundum en ekki mönnum.
Þegar náttúrufræðingar á Englandi fengu í
hendur fyrstu uppstoppuðu breiðnefs-
hamina, við lok 18. aldar, héldu þeir að sýnin
væru fölsuð, samsett úr pörtum margra dýra.
Breiðnefir lifa í ám og vötnum og grafa
tvenns konar greni í vatnsbakkana. Annars
vegar eru bæli sem bæði kyn nota en
karlarnir einir á útungunartíma. Hins vegar
eru mun stærri og flóknari gangakerfi, allt að
42