Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 12
sennilega á bilinu 50-130 m (Melle og
Skjoldal 1989), því þau þroskast tiltölu-
lega hratt. Þroskunartíminn, þ.e. tíminn
sent líður frá hrygningu og þar til lirfan
kemur úr eggi, er háður sjávarhita (Corkett
o.fl. 1986). Við suðurströnd íslands, þar
sem yfirborðshiti í aprr'l og maí er um 5-
7°C, klekjast eggin eftir um 2-3 sólar-
hringa en í kaldari sjó út af Norðurlandi
(2-3°C) líða um 3-4 sólarhringar þar til
lirfan skríður úr eggi. Nýklaktar rauðátu-
lirfurnar synda strax upp til yfirborðs-
laganna og halda yngstu lirfurnar sig
aðallega í ljóstillífunarlaginu ofan 50 m
dýpis, en eftir því sem þær verða eldri
standa þær dýpra í sjónum. Fyrstu lirfu-
stigin (NI-NII) geta ekki neytt fæðu
heldur lifa á forðanæringunni í egginu
(Corner o.fl. 1967), en þegar lirfan hefur
þroskast í stig NIII byrjar hún að éta.
Vaxtarhraðinn er bæði háður fæðuskil-
yrðurn í sjónum og hitastiginu, en ef nóg
er af æti vex lirfan hratt og hefur skelskipti
á um 5-10 daga fresti (Carlotti og Radach
1996).
Þegar rauðátan hefur þroskast í ung-
viðisstig CIV og CV gerist annað af
tvennu. Annaðhvort syndir hún niður í
dýpri sjávarlög til vetursetu eða þroskast í
stig CVI og verður kynþroska, hrygnir og
getur af sér nýja kynslóð sem þroskast í
vetursetustig (CIV og CV) síðar um
sumarið. Ekki er vitað nteð vissu hvað það
er sem ræður því hvor kosturinn verður
fyrir valinu, en líklegt er að næringar-
ástand dýranna, fæðuframboð og sjávar-
hiti hafi þar áhrif. Eins og lýst verður síðar
í þessari grein hefur a.m.k. hluti rauð-
átunnar í hlýja sjónum út af suðurströnd
íslands tvær kynslóðir yfir árið, enda má
gera ráð fyrir að við það hitastig sem þar er
að vorlagi eða fyrri hluta sumars (5-9°C) nái
lirfur, sem klekjast úreggi í apríl, fullorðins-
aldri eftir um tvo mánuði, eða í júní (Corkett
o.fl. 1986). í kaldari sjó, eins og fyrir norðan
land (2-5°C), tekur þroskunin frá eggi í
fullorðinsstig hins vegar mun lengri tíma,
eða 3-4 mánuði (Corkett o.fl. 1986), og þar
verður því aðeins lítill hluti stofnsins kyn-
þroska þegar á fyrsta sumri.
■ lóðréttar ferðir
Árstíðacöngur
Aður var nelnt að rauðátan þraukar
veturinn í djúplögum sjávar. Þetta atferli, að
færa sig niður á mikið dýpi á veturna, er
einkennandi fyrir rauðátuna á öllu út-
breiðslusvæði hennar og er talið hafa
aðlögunargildi að minnsta kosti í tvennum
skilningi (Kaartvedt 1996). í fyrsta lagi verði
rauðátan síðui' bráð rándýra í myrkum
djúplögum sjávar og í öðru lagi hægir á
efnaskiptum í kuldanum og því endist
forðanæringin lengur.
Á árunum 1996 og 1997 voru gerðar
athuganir á dreifingu rauðálu eftir dýpi
suðvestur af íslandi á mismunandi árstímum
(Ástþór Gíslason og Ólafur S. Ástþórsson
2000). Rannsóknir þessar voru liður í viða-
miklum alþjóðlegum rannsóknum á vistfræði
rauðátu í Norður-Atlantshafi. Á 6. ntynd eru
sýndar niðurstöður fyrir rannsóknastöð
djúpt suður af landinu. Þar sést að rauðátan
hélt sig aðallega í tiltölulega köldum sjó (3-
7°C) á 400-1600 m dýpi yfir vetrartímann,
einkum sem ungviðisstig CIV og CV. Senni-
lega hafa dýrin byrjað að synda upp til
yfirborðslaganna í febrúar, og í apríl, en þá
voru mörg dýrin orðin kynþroska (CVIF og
CVIM), var stór hluti stofnsins ofan 200 m
dýpis. I júní, þegar flest dýrin voru olan við
100 m dýpi, höfðu bæst við ungviðisstig
(CI-CIV) frá vorhrygningunni í apríl og maí
(6. mynd).
Það er athyglisvert að rauðátan virðist
vakna úr dvala og hefja ferðalagið upp í
yfirborðslögin á svipuðunt tíma, eða í
febrúar-mars, á næröllu útbreiðslusvæðinu
(Matthews 1968, Hirche 1996a). Það gæti
bent til þess að aukin birta, samfara því að
dag tekur að lengja eftir vetrarsólhvörf, hafi
mest áhrif á það að rauðátan vaknar úr dvala
og kemur upp í yfirborðslögin (Miller o.fl.
1991). Vitað er að daglengd hefur áhrif á það
hvenær skordýralirfur vakna af vetrarsvefni
og svipað kann að vera uppi á teningnum
hjá rauðátunni. Vandinn við þessa hug-
mynd er hins vegar sá að víða heldur
rauðátan sig svo djúpt á veturna að
birtubreytingar eru þar varla mælanlegar.
10