Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 5
Rauðátan í HAFINU VIÐ ISLAND ÁSTÞÓR GÍSLASON Rauðáta (Calanus fmmarchicus (Gwm- erus)) er meðal algengustu svifdýra í Norður-Atlantshafi (Conover 1988) og í hafinu við Island eru iðulega 40-80% dýrasvifsins af þessari einu tegund (Ólafur S. Ástþórsson o.fl. 1983; Ást- þór Gíslason og Ólajur S. Astþórsson 1995, 1998). Á vorin og sumrin, þegar mergð svifdýra er í hámarki, er oft gríðarlega mikið af rauðátu í yfir- borðslögum sjávar, jafnvel meira en eitt dýr ( einum lítra afsjó. A veturna er rauðáta hins vegar sjaldgœf í efri sjávarlögum, en þá hejur hún vetur- setu í djúplögum sjávar. Vegna mergðar sinnar hefur rauð- átan mikla vistfræðilega þýðingu í hafinu. Smásæjar plöntur sjáv- _________ ar, svifþörungarnir, eru aðal- fæðan, en sjálf er rauðátan hins vegar mikil- væg fæða ýmissa annarra sjávardýra. Það má því segja að hún sé tengiliður á milli frumframleiðslu svifþörunganna og dýra sem eru ofar í fæðukeðjunni. Rauðátan er mikilvægur þáttur í fæðu flestra fiskstofna sent nýttir eru hér við land. A meðan fiskarnir eru á lirfu- og seiðastigi eru þeir háðir átu urn fæðu, þ.á m. rauðátu, og er talið að það geti jafnvel skipt sköpum fyrir afkomu fisklirfanna - og þar með nýlið- Ástþór Gíslason (f. 1951) lauk cand. mag.-prófi í líffræði l'rá Háskólanum í Osló árið 1978 og cand. scient.-prófi í sjávarvistfræði frá sama skóla 1987. Áslþór starfar við rannsóknir á dýrasvifi á Hafrannsóknastofnuninni. un fiskstofnanna - að nóg sé af átu þegar lirfurnar eru að byrja að afla sér fæðu. Upp- sjávarfiskar lifa á átu alla ævi og hjá stærstu uppsjávarfiskstofnunum hér við land. síld og loðnu, er rauðátan snar þáttur í fæðunni (Jespersen 1932, Ólafur S. Ástþórsson og Ástþór Gíslason 1997, Ástþór Gíslason og Ólafur S. Ástþórsson 2000). I þessu sam- bandi má nefna að magn rauðátu í haftnu hafði rnikil áhrif á göngur norsk-íslensku sfldarinnar á sfldarárunum, þegar hún gekk hingað til lands í stórum stfl í fæðuleit, og hrunið í átustofnunum fyrir norðan land um miðjan sjöunda áratuginn er talið hafa átt þátt í því að göngumynstur sfldarinnar breyttist og hún hvarf af Islandsmiðum (Jakob Jakobsson 1992). Þá er talið að vöxtur og viðgangur loðnustofnsins eigi mikið undir átuskilyrðum á fæðuslóðinni fyrir norðan land (Hjálmar Vilhjálmsson 1994, Ólafur S. Ástþórsson og Ástþór Gíslason 1998). Af framansögðu má ljóst vera að rauðátan er lykiltegund f vistkerfi Islandsmiða og þar með hlýtur hún einnig að skipta miklu máli fyrir efnahag okkar Islendinga. ■ ÚTBREIÐSLA OG SKYLDAR TEGUNDIR í NORÐUR-ATLANTSHAFl Suðurmörk útbreiðslusvæðis rauðátunnar eru út af miðhluta Bandaríkjanna, á um 40°N (Conover 1988) (1. mynd A). Þaðan fylgir útbreiðslusvæðið nokkurn veginn Norður- Atlantshafsstraumnum norðaustur yfir Norður-Allantshaf og allt norður í Norður- Náttúrufræðingurinn 70 (1), bls. 3-19, 2000. 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.