Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 55
13. mynd. Úlfur (t.v.) og tasmaníuúlfur. Úlfurinn á myndinni er afdeilitegund, Canis lupus
youngi, sem lifði sunnarlega í Klettafjöllum en dó út um 1940. (Day 1989; myndir eftir
Maurice Wilson.)
14. mynd. Stóra gullmoldvarpa, Chrysopalax trevelyani (t.v.), og pokamoldvarpa,
Notoryctes typhlops. Báðar myndirnar eru af uppstoppuðum eintökum á söfnum. (Nowak
1990.)
Pokaúli'i hefur verið lýst hér að framan. -
Moldvörpur hafast að mestu við í
göngum, sem þær grafa neðanjarðar, og
lifa þar á ánamöðkum og öðrum
jarðvegsdýrum. Eiginlegar moldvörpur
(ættin Talpidae) lifa í Evrasíu og N-
Ameríku. í Afríku skipa gullmoldvörpur
(ættin Chrysochloridae) sess þeirra. Þótt
báðar þessar ættir teljist til ættbálks
skordýraætna er ljóst að þær eiga engan
sameiginlegan forföður með lífshætti og
líkamsgerð moldvarpna, heldur hafa
ættirnar mótast við samstíga þróun. Mjög
fjarskylt spendýr, pokamoldvarpan í
Ástralíu, líkist moldvörpum verulega, og
þó enn meir gullmoldvörpum. - Múrmel-
dýr lifa á margs kyns gróðri og hafast
löngum við í flóknum grenjum sem dýrin
grafa, og vambarnir í Ástralíu minna
talsvert á þau. - Nokkur dýr sérhæfa sig í
að ræna bú maura og termíta og éta
íbúana. Þau reka langa og slímuga tungu
inn í búin og draga svo til sín skordýrin
sem við hana loða. Jafnan hafa þessar
maurætur öflugar framloppur með löngum,
hvössum klóm sem þær beita við að svipta
sundur búunum. Greina má mjög áberandi,
samstíga þróun til svona líkamsgerðar og
lífshátta þar sent annars vegar eru maur-
æturnar í S-Ameríku - fjórar tegundir af
ættbálki tannleysingja - og hins vegar
maurapokinn í Ástralíu. Hér má einnig
benda á maurígulinn eða ástralíumjó-
nefinn (sjá 3. mynd).
■ HEIMILDIR
Day, David 1989. The Encyclopedia of Van-
ished Species. Universal Books Lid., London.
Encyclopædia Britannica.
Erna Sigurðardóttir, bréflegar upplýsingar.
53