Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 24
1. mynd. Húsdúfa við Tjörnina í Reykjavík í mars 1998. Ljósm. Jóhann Óli Hilmarsson.
■ þrír flokkar dúfna
Skipta má bjargdúfu í þrjá flokka (sbr.
Walters 1980a): (1) hina eiginlegu (villtu)
bjargdúfu, (2) skræpu og (3) húsdúfu (tamda
dúfu). Ég nota orðið skræpa um það sem
kallað hei'ur veriðferal á erlendum málum.
Skræpan er í raun villtur fugl en á mismun-
andi stigi afturhvarfs til náttúrunnar. Þótt
hún sæki mjög að híbýlum manna er það
ekkert annað en segja má um bjargdúfuna
sjálfa, hrafninn og krdkuna (Sprensen o.fl.
1991). Grein þessari er ekki ætlað að sanna
að skræpan sé villtur varpfugl á Islandi
heldurbjargdúfan sjálf.
Húsdúfur, Columba livia (domestica),
skiptast í þrjár meginundirdeildir:
A) Bréfdúfur, sem geta verið lítilsháttar
ólíkar innbyrðis, a.m.k. ekki einsleitar,
enda metnareftir hæfileikum en ekki útliti.
B) Kjötdúfur (ásamt eggjadúfum), enn
ólíkari innbyrðis en bréfdúfurnar.
C) Skrautdúfur, sem skiptast aðallega í
tvennt: a) litardúfur og b) formdúfur, er
síðan skiptast báðar í óteljandi kyn (sem
dúfnamenn nefna reyndar „tegundir".
Þessar tömdu dúfur vil ég andspænis
bjargdúfunni og skræpunni nefna annað-
hvort alidúfu eða húsdúfu. Af þessum
tveimur kostum er alidúfa lakari kosturinn
þar sem heitið bendir um of í átt til kjöt- og
eggjadúfunnar (sbr. aliönd og aligæs) en
síðara orðið er hlutlausara, sbr. húsdýr.
Húsdúfan lil'ir kóngalífi á Islandi víðast
hvar, skrœpan lifir sömuleiðis góðu lífi víða
en allir þeir sem um íslenska fugla hafa
skrifað og að framan hafa verið nefndir
virðast sammála um að bjargdúfan í
merkingu greinar þessarar sé ekki til á
Islandi, síst sem innlendur varpfugl.
■ DÚFURÁ AUSTURLANDl
Upp úr 1970, er Friðrik Sigurbjörnsson
staðfærir bók Hanzaks (1971) og getur um
bjargdúfurnar við Vík í Mýrdal, var farið að
bera á því umhverfis Norðfjarðarflóa og
víðar þar fyrir norðan og sunnan, einkum
22