Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 10
■ hreyfing Eðliseiginleikar vatns gera það að verkum að allt öðruvísi er fyrir örsmá dýr eins og rauðátuna að synda í því en fyrir þau sem eru stærri, t.d. fiskana. Fyrir hina smágerðu rauðátu er sjórinn seigfljótandi og því alls ekki auðvelt að ferðast urn hann. Sundi rauðátunnar í sjónum verður raunar helst líkt við það að maðurinn reyndi að synda í sírópi. Við þess konar aðstæður er hag- stæðast að ferðast hratt um ef fara þarf frá einum stað til annars, til að yfirvinna seigju vökvans, en haida kyrru fyrir ella, en það er einmitt það sem rauðátan gerir. Venjulega „svífur“ rauðátan í sjónum með fremri fálmarana útrétta til að minnka sökk- hraðann. Ef hætta steðjar að þarf hún hins vegar að geta synt hratt. Þá skýst hún áfram með því að slá frentri fálmurunum og sund- fótunum aftur með líkamanum. Þetta getur hún endurtekið nokkrum sinnum og þannig farið á örskotsstundu vegalengd sem er margföld eigin líkamslengd. En seigja vatns- ins veldur því að hún stöðvast jafnskjótt og hún hættir að synda. Þessu er öfugt farið hjá stærri sjávarlífverum, t.d fiskum, sem vegna tregðulögmálsins líða að því er virðist áreynslulaust áfram í sjónurn, jafnvel eftir að sundhreyfingum er hætt. ■ FÆÐA OG FÆÐUNÁM Rauðátan er síari sem síar smáar fæðuagnir úr sjónum. Eins og áður sagði lifir hún aðallega á svifþörungum, einkum kísil- og skoruþörungum, en frumdýr, svo sem svipudýr og bifdýr, eru einnig mikilvæg fæða (Huntley 1988, Harris 1996). Áður var haldið að rauðátan veldi ekki fæðuna, heldur skapaði stöðugan vatns- straum með fálmurunum og munnlimunum að munninum þar sem hvers kyns agnir væru síaðar frá með hærðum munnlimunum og étnar. Nú er hins vegar vitað að þessu er ekki þannig farið, heldur velur og tínir rauðátan góða bita úr sjónunt. Við leit að heppilegri fæðu notar rauðátan skynfæri, sem sennilega eru aðallega á fremri fálm- urunum og munnlimunum, til að lykta af eða bragða á fæðunni, en einnig er talið að hún geti skynjað hreyfingar bráðarinnar með sérstökum skynhárum á fremri fálmurunum. Ef henni líkar ekki fæðuögnin hafnar hún henni. Þannig er ekki um að ræða óvirka síun heldur virkt val á fæðu. Við fæðuöflunina beitir rauðátan aftari fálmurunum, bitkrókunum, kjálkunum og kjálkafótunum, sent allir eru alsettir fín- gerðum hárum, til að vekja vatnsstraum að munninum (Koehl og Strickler 1981). Ef fæðuögn við hæfi er nálægt þá breytast hreyfingar munnlimanna þannig að sjór berst fyrst og fremst úr þeirri átt sem fæða er, og þannig sogast hún nær. Þegar fæðu- ögnin er í hæfilegri fjarlægð, teygir rauðátan eldsnöggt út aftara kjálkaparið og skapar þannig aukið rými á milli þess og búksins sem sjórinn með fæðuögninni streymir inn í. Næst dregur rauðátan kjálkaparið að sér en þá minnkar þetta rými og sjór streymir út úr því um hárin sem eru á kjálkunum og situr fæðan þá eftir á hárunum. Með fremri kjálkunum færir rauðátan síðan fæðuna í munninn. Allt gerist þetta á örskotsstundu. ■ LÍFSFERILL Yfir vetrartímann, þegar litla fæðu er að hafa í yfirborðslögunum, leggst ókynþroska rauðáta, einkum dýr á stigum CIV og CV, í dvala á miklu dýpi, aðallega utan við brúnir landgrunnsins (5. mynd). Meðan á vetrar- dvalanum stendur hefur rauðátan hægt um sig, nærist ekki og hættir að vaxa (Hirche 1996a). Síðla vetrar (febrúar-mars) vaknar rauð- átan úr dvala, þroskast í fullorðinsstig og syndir upp í efri sjávarlög. Karldýrin, sem verða kynþroska á undan kvendýrunum, makast við kvendýrin fljótlega eftir að kynþroska er náð, jafnvel á meðan dýrin eru að synda upp í yfirborðslögin (Hirche 1996b). Mökunaratferli rauðátu er ekki þekkt, en hjá náskyldri tegund sem lifir í Kyrrahafi (Calanus marshcúlaé) biðla karl- arnir til kvendýranna áður en til mökunar 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.