Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 43
Skrítnustu
SPENDÝRIN
Um nefdýr og pokadýr
ÖRNÓLFUR THORLACIUS
Afkvœmi langflestrci spendýra, allt frá
snjáldrum og leðurblökum til fíla og
hvala, tengjast á meðgöngutíma
móðurinni í fylgju eða legköku, þar
sem hárœðar fósturs og móður fléttast
saman - þótt ekki sé um beina
blóðblöndun að rœða - og næring og
súrefni berst fóstrinu iir blóði
móðurinnar en hún losar það hins
vegar við koltvíoxíð og úrgangsefiii.
Boðefni - honnón - fara einnig yfir
fylgjuna í báðar áttir og samstilla
líkamsstörf móður og fósturs. Nokkur
spendýr - á þriðja hundrað tegundir
núlifandi nefdýra og pokadýra - leysa
vanda fósturþroskunar á aðra vegu.
Margt fleira er forvitnilegt í líkamsgerð
og lífsháttum þessara dýra. Hér verður
reynt að lýsa nokkrum af furðunum í
fari þeirra.
Flestir dýrafræðingar skipta flokki
spendýra, Mammalia, í tvo undir-
flokka, Prototheria og Theria. Þar
. kemur auk núlifandi dýra við sögu
fjöldi tegunda af aldauða dýrum, sem flest
Örnólfur Thorlacius (f. 1931) lauk fil.kand.-prófi
í líffræði og efnafræði frá Háskólanum í Lundi í
Svíþjóð 1958. Hann var kennari við Mennta-
skólann í Reykjavík 1960-1967. Menntaskólann
við Hamrahlíð 1967-1980 og rektor þess skóla
1980-1995. Samhliða kennslustörfum hefur Örn-
ólfur samið kennslubækur og hann hafði um árabil
umsjón með fræðsluþáttum um náttúrufræði í
útvarpi og sjónvarpi. Hann var um skeið ritstjóri
Náttúrufræðingsins.
þekkjast aðeins af steingerðum leifum
harðra líkamshluta, enda styðst skiptingin í
undirflokka við sérkenni í gerð tanna og
beina sem ekki verður nánar lýst hér.
Af undirflokknum Prototheria eru nú
aðeins uppi nefdýrin, ættbálkurinn Mono-
tremata. Þau minna um æxlunarkerfi og
æxlunarhætti á skriðdýr og fugla. Dýrin
verpa eggjum með skurn og fóstrið þroskast
svo inni í egginu. þar sem það nærist á
forðanæringu í eggjarauðunni.
Núlifandi dýr af undirflokknum Theria
skiptast í tvær megindeildir eða deiliflokka -
Metatheria og Eutheria. Eutheria eru fylgju-
dýr eða legkökuspendýr, við það kennd að
fóstrið tengist líkama móður í fylgju eða
legköku. eins og að framan er lýst. Til þeirra
telst þorri spendýra, um 4000 tegundir er
skipast í eina 16 ættbálka.
Loks eru svo pokadýrin - Metatheria, ætt-
bálkurinn Marsupialia. Ungar þeirra fæðast
mjög smáir og óþroskaðir, festa sig síðan á
spena móðurinnar og ná þar svipuðum
þroska og fóstur fylgjudýra.
■ NEFDÝR
Þessi dýr lifa aðeins í Eyjaálfu - á megin-
landi Ástralíu og nálægum eyjum. Þau eru
frumstæðust núlifandi spendýra og minna
um margt á skriðdýr. Þannig sameinast rásir
þvagfæra, kynfæra og meltingarfæra í einu
opi, gotrauf (1. mynd, a), og kvendýrin
verpa eggjum með leðurkenndri skurn. Eins
og hjá fuglum er hægri eggrásin rýr og óvirk;
Náttúrufræðingurinn 70 (1). bls. 41-54, 2000.
41