Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 59
Arnarfellsmúlar
ÁRNI HJARTARSON
Múlajökull skríður til suðurs frá
meginhveli Hofsjökuls milli
Hjartafells og Amarfells. Niðri á
flatlendi Þjórsárvera hefur
jökullinn breitt úr sér og skapar þar eina
reglulegustu og formfegurstu skriðjökuls-
tungu á íslandi (I. mynd). Melöldurnar fyrir
framan jökulinn heita Arnarfellsmúlar. Þær
mynda margfaldar raðir bogadreginna
hryggja meðfram jökulröndinni. Þetta eru
jökulgarðar sem jökullinn hefur rutt upp á
síðuslu öldurn, þegar hann náði meiri vexti
en hann hafði áður gert frá því er ísöld lauk.
Þeir skiptast í Efri-Amarfellsmúla (eða Efri-
Múla), sem er breitt belti ógróinna jökul-
garða við ísröndina, og Fremri-Arnarfells-
inúla, sem er ysta jökulgarðaröðin. Þeir skera
sig algerlega úr hinum fyrrnefndu og eru
algrónir, vaxnir blaðmikilli hvönn, stór-
vaxinni bumirót og ótal blómplöntum öðrum
sem virðast ná meiri þroska þar en annars
staðar. Þegar betur er að gáð kentur í ljós að
garðarnir eru ekki úr venjulegum jökul-
ruðningi, möl, sandi og leir, því f þeim er
inikið af jarðvegi. Sums staðar eru þeir
nánast hreinir moldarhaugar sem jökullinn
hefur ýtt upp er hann skreið út yfir gróin
verin. Jökulgarðar úr moldarjarðvegi eins og
hér um ræðir eru ekki einsdæmi á landinu.
Árni Hjartarson (f. 1949) lauk B.S.-prófi í jarð-
fræði frá Háskóla íslands 1973 og meistaraprófi í
vatnajarðfræði við sama skóla 1994. Árni hefur
starfað á Orkustofnun frá 1976 og fengist við
fjölbreytilegar jarðfræðirannsóknir. Einnig hefur
hann stundað kortlagningu og kortagerð.
Töðuhraukar við Brúarjökul og Hraukar við
Eyjabakkajökul eru dæmi um slíka garða, en
þeir uipust upp við framhlaup í jöklinum árið
1890. Sunnan við Múlana eru Þjórsárver,
stærsta gróðurvin miðhálendisins, heim-
kynni heiðagæsar og sumarparadís fyrir
fugla, sauðkindur, refi og menn.
■ MÚLAJÖKULL
Múlajökull er kenndur við Arnarfellsmúla
og þegar hann ruddi þeim upp hefur hann
verið til muna stærri en nú. Fyrir miðri
garðaröðinni eru 1000-1200 m inn aðjökli.
Fremri-Amaifellsmúlarrísa víða 10-15 m yfir
umhveifi sitt, brattir og krappir hryggir. Milli
þeirra og innri garðanna hafa jökulkvíslar
sums staðar myndað slétta aura á 50-100 m
breiðu belti, en á mörgum stöðum hafa þær
brotið sér leið gegnum garðaröðina og
streyma suður verin uns þær falla allar að
lokum í Þjórsá. Annars staðar liggja Efri- og
Fremri-Múlamir saman. Múlajökull er hlaup-
jökull. Með ákveðnu millibili skríður hann
fram um mörg hundruð metra á skömmum
tíma en á milli eru hreyfingar hans hægar (2.
mynd). Framhlaup urðu til dæmis 1954,1966,
1972, 1986, og 1993 (Oddur Sigurðsson
1998, Tómas Jóhannesson og Oddur
Sigurðsson 1998). Mest hljóp hann árið
1973 og sótti þá fram um 363 m á einu ári.
Jökullinn hefur verið mældur reglulega frá
1932. Unt miðbik Efri-Múla er samfelldur
vatnasveigur sem liggur nær samsíða
bogadreginni jökulröndinni á um 8 km kafla
Náttúrufræðingurinn 70 (1), bls. 57-64, 2000.
57