Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 14
7. mynd. Einfölduð mynd af lóðréttum dœgurgöngum rauðátu. (Eftir Wickstead 1976.)
Þannig er t.d. ástatt í djúpinu utan við
landgrunn íslands (sbr. 6. mynd) og í
Noregshal'i (0stvedt 1955) þar sem dýpis-
dreifing vetursetudýranna er svipuð. A
báðum þessum hafsvæðum dvelst stór hluti
rauðátustofnanna neðan 500 m dýpis yfir
veturinn. Þangað berst mjög lítið ef þá
nokkurt ljós og því er næsta ósennilegt að
rauðátan þar geti skynjað þegar dag fer að
lengja. Þess vegna er ólíklegt að ljósið
stjórni árstíðagöngunum og verður að leita
annarra skýringa, t.d. í lífeðlisfræðilegu
ástandi dýranna. Þannig er hugsanlegt að
þroskun kynkirtlanna hafi áhrif á hvenær
vetrardvalanum lýkur(Hirche 1996a). Kyn-
kirtlarnir byrja að þroskast á haustin, áður
en vetrardvalinn hefst, og þeir halda áfram
að þroskast meðan á dvalanum stendur
(Tande og Hopkins 1981). Ef til vill vakna
dýrin úr dvala þegar kynkirtlarnir hafa náð
ákveðnum þroska. Þeir væru þá eins konar
„líffræðileg klukka" sem stjórnaði því
hvenær dvalanum lyki og ferðin upp í efri
sjávarlög hæfist (Hirche 1996a). Þá kann
fituforðinn, eða öllu heldur skortur á honum,
einnig að vera áreitið sem liggur að baki því
að rauðátan vaknar úr dvala (Kattner o.tt.
1989), en yfir vetrartímann gengur á fitu-
forðann, m.a vegna þess að dýrin eru þá að
þroska kynfærin. Nýjustu rannsóknir benda
einmitt til þess að það ráðist af lífeðlis-
fræðilegum ferlum meðan á vetrardvalanum
stendur hversu lengi hann varir (Hind o.fl.
2000).
Dægurgöngur
Auk árlegra gangna upp og niður í sjónum
ástundar rauðátan, eins og ttest önnur
svifdýr, svonefndar lóðréttar dægurgöngur,
sem eru fólgnar í því að hún dýpkar eða
grynnkar á sér eftir tímum sólarhringsins
(Marshall og Orr 1972) (7. mynd). Sérstak-
lega er þetta áberandi síðari hluta sumars og
á haustin þegar fer að verða dimmt um
nætur. A daginn stendur hún þá yfirleitt
tiltölulega djúpt í sjónum en í ljósa-
skiptunum á kvöldin syndir hún upp í efri
sjávarlög og um miðnætti má jafnvel finna
12