Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 36
1. tafla. Styrkur kvikasilfurs í jarðvegssýnum. Niðurstöður greininga.
Dýpt í sniði (cm) Þurrefni (%)3 Lífrænt efni sem hlutfall af heildar- magni þurrefnis (%)4 Kvikasilfur (pg/kg af þurrefni)5
25' 43 18 6,23
50' 31 25 5,37
60' 37 18 3,64
90' 23 33 2,16
110' 18 54 30,43
1752 35 33 2,44
1902 21 67 5,64
Meðaltal 31 34 8,81
1 1. snið; 2 2. snið; 3 mælt með massatapi sem hlaust af því að þurrka sýni við 105°C yfir nótt; 4 mælt með
massatapi sem hlaust af því að hita þurrkuð sýni í 550°C yfir nótt; 5 greint með „cold flame atomic
absorption".
votlendisjarðvegi frá öðrum stöðurn kemur í
ljós að styrkur kvikasilfurs í mó í Þúfuveri er
heldur lægri en gengur og gerist en þó af
sömu stærðargráðu. Styrkur kvikasilfurs í
gömlum mýramó á 13 stöðum í Noregi og
einni mýri á norðvestanverðum Spáni er á
bilinu 15 til 40 p-g/kg (Steinnes og Anders-
son 1991, Martínez-Cortizas o.fl. 1999).
Munurinn á milli mósins í Þúfuveri og mós í
Noregi og á Spáni verður enn minni ef tekið
er tillit til mikils magns foksands og eldfjalla-
ösku í mónum í Þúfuveri2. Þannig er meðal-
styrkur kvikasilfurs í jarðvegi í Þúfuveri
reiknaður sem hlutfall af lífrænu efni 14 |xg/
kg, eða mjög sambærilegur við það sem
gerist annars staðar. Gott samræmi milli
efnagreininga okkar og annarra eykur trú-
verðugleika gagnanna í 1. töflu.
Þegar meta á líkur á kvikasilfursmengun í
fyrirhuguðum miðlunarlónum ofan Norð-
lingaöldu eða norðan Vatnajökuls er ekki
nóg að þekkja styrk kvikasilfurs í jarðvegi
sem kann að berast út í lónin heldur er
nauðsynlegt að þekkja heildarmagn kvika-
silfurs sem er bundið í jarðvegi. Ef við notum
meðalstyrk kvikasilfurs og meðalþurrefna-
innihald í jarðvegi í 1. töflu og gerum ráð
2 Hlutfalls lífræns efnis af þurrefni í mýramónum í
Noregi og á Spáni var ekki getið t' ofangreindum
heimildum en ætla má að þess hefði verið getið ef
mórinn væri sendinn. Því má gera ráð fyrir að
hlutfall lífræns efnis þar sé mun hærra en í
Þúfuveri.
fyrir að þykkt jarðvegs undir strandlínu
lónanna sé 2,2 m (Þóra Ellen Þórhallsdóttir
1994) og eðlisþyngd vatnsmettaðs jarðvegs
sé 1.100 kg/m\ þá fæst að heildarmagn undir
hverjum fermetra í Þúfuveri er um 7,2 grömm
(mg/m2). Þetta gildi er sambærilegt við það
sem er á La Grande-svæðinu í Québec, en
þar er heildarmagn kvikasilfurs á fermetra á
bílinu 2,5 til 11,1 mg/m2 (Grodin o.fl. 1994).
Þetta stafar af því að þrátt fyrir mun hærri
kvikasilfursstyrk í jarðvegi í Québec er
jarðvegurinn þar mjög þunnur samanborið
við Þúluver, eða á bilinu 5 til 15 cm. Sam-
kvæmt þessum útreikningum myndi strand-
rof á hverjum fermetra gróins lands losa
u.þ.b. sama magn kvikasilfurs út í lón ofan
Norðlingaöldu og það sem gerðist í La
Grande-lónunum í Québec.
Ekki er hægt að nota gögnin í 1. töflu ein
sér og reynsluna frá Québec til að segja fyrir
um áhrif strandrofs á kvikasilfursmengun í
fyrirhuguðu lóni ofan Norðlingaöldu. I
fyrsta lagi eru gögnin of veigalítil, en eins og
sést á 1. töflu er mikill rnunur á hæsta og
lægsta styrk, sem bendir til þess að styrkur
kvikasilfurs í sniðinu sé mjög breytilegur og
því hæpið að meðaltal sjö mælinga sé
marktækt. í öðru lagi er landfræðilegt um-
hverfi í Þjórsárverum misleitl, þar eru bæði
rnýrar og þurrlendi og vera má að jarðvatns-
staða og gróðurfar hafi áhrif á styrk kvika-
silfurs í jarðveginum. I þriðja lagi er ekki víst
að kvikasilfur sem bundið er í móríkum