Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 36
1. tafla. Styrkur kvikasilfurs í jarðvegssýnum. Niðurstöður greininga. Dýpt í sniði (cm) Þurrefni (%)3 Lífrænt efni sem hlutfall af heildar- magni þurrefnis (%)4 Kvikasilfur (pg/kg af þurrefni)5 25' 43 18 6,23 50' 31 25 5,37 60' 37 18 3,64 90' 23 33 2,16 110' 18 54 30,43 1752 35 33 2,44 1902 21 67 5,64 Meðaltal 31 34 8,81 1 1. snið; 2 2. snið; 3 mælt með massatapi sem hlaust af því að þurrka sýni við 105°C yfir nótt; 4 mælt með massatapi sem hlaust af því að hita þurrkuð sýni í 550°C yfir nótt; 5 greint með „cold flame atomic absorption". votlendisjarðvegi frá öðrum stöðurn kemur í ljós að styrkur kvikasilfurs í mó í Þúfuveri er heldur lægri en gengur og gerist en þó af sömu stærðargráðu. Styrkur kvikasilfurs í gömlum mýramó á 13 stöðum í Noregi og einni mýri á norðvestanverðum Spáni er á bilinu 15 til 40 p-g/kg (Steinnes og Anders- son 1991, Martínez-Cortizas o.fl. 1999). Munurinn á milli mósins í Þúfuveri og mós í Noregi og á Spáni verður enn minni ef tekið er tillit til mikils magns foksands og eldfjalla- ösku í mónum í Þúfuveri2. Þannig er meðal- styrkur kvikasilfurs í jarðvegi í Þúfuveri reiknaður sem hlutfall af lífrænu efni 14 |xg/ kg, eða mjög sambærilegur við það sem gerist annars staðar. Gott samræmi milli efnagreininga okkar og annarra eykur trú- verðugleika gagnanna í 1. töflu. Þegar meta á líkur á kvikasilfursmengun í fyrirhuguðum miðlunarlónum ofan Norð- lingaöldu eða norðan Vatnajökuls er ekki nóg að þekkja styrk kvikasilfurs í jarðvegi sem kann að berast út í lónin heldur er nauðsynlegt að þekkja heildarmagn kvika- silfurs sem er bundið í jarðvegi. Ef við notum meðalstyrk kvikasilfurs og meðalþurrefna- innihald í jarðvegi í 1. töflu og gerum ráð 2 Hlutfalls lífræns efnis af þurrefni í mýramónum í Noregi og á Spáni var ekki getið t' ofangreindum heimildum en ætla má að þess hefði verið getið ef mórinn væri sendinn. Því má gera ráð fyrir að hlutfall lífræns efnis þar sé mun hærra en í Þúfuveri. fyrir að þykkt jarðvegs undir strandlínu lónanna sé 2,2 m (Þóra Ellen Þórhallsdóttir 1994) og eðlisþyngd vatnsmettaðs jarðvegs sé 1.100 kg/m\ þá fæst að heildarmagn undir hverjum fermetra í Þúfuveri er um 7,2 grömm (mg/m2). Þetta gildi er sambærilegt við það sem er á La Grande-svæðinu í Québec, en þar er heildarmagn kvikasilfurs á fermetra á bílinu 2,5 til 11,1 mg/m2 (Grodin o.fl. 1994). Þetta stafar af því að þrátt fyrir mun hærri kvikasilfursstyrk í jarðvegi í Québec er jarðvegurinn þar mjög þunnur samanborið við Þúluver, eða á bilinu 5 til 15 cm. Sam- kvæmt þessum útreikningum myndi strand- rof á hverjum fermetra gróins lands losa u.þ.b. sama magn kvikasilfurs út í lón ofan Norðlingaöldu og það sem gerðist í La Grande-lónunum í Québec. Ekki er hægt að nota gögnin í 1. töflu ein sér og reynsluna frá Québec til að segja fyrir um áhrif strandrofs á kvikasilfursmengun í fyrirhuguðu lóni ofan Norðlingaöldu. I fyrsta lagi eru gögnin of veigalítil, en eins og sést á 1. töflu er mikill rnunur á hæsta og lægsta styrk, sem bendir til þess að styrkur kvikasilfurs í sniðinu sé mjög breytilegur og því hæpið að meðaltal sjö mælinga sé marktækt. í öðru lagi er landfræðilegt um- hverfi í Þjórsárverum misleitl, þar eru bæði rnýrar og þurrlendi og vera má að jarðvatns- staða og gróðurfar hafi áhrif á styrk kvika- silfurs í jarðveginum. I þriðja lagi er ekki víst að kvikasilfur sem bundið er í móríkum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.