Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 31
— jarðvegur strandrof C
V .. lón með breyti- ..
legri vatnshæð ■ '
berggrunnur
1. mynd. Strandrof af völdum uppistöðulóna rí grómi landi.
A sýnir árfarveg og jarðveg fyrir myndun lóns. B sýnir
strandrof við lón á grónu landi. Jarðvegur er laus í sér og
rofnar því auðveldlega við öldugang í lóninu og berst út í
lónið. C sýnir hvernig breytileg vatnshœð í lóninu eykur
enn á jarðvegseyðingu vegna strandrofs.
Kvikasilfur úr lofti berst
fyrst og fremst til jarðar með
úrkomu en það getur líka fallið
út beint, einkum þar sent land
er skógi vaxið (Iverfeldt 1991).
Eins og áður segir kemur
kvikasilfur í lofti aðallega fyrir
sem Hg°, sem er fremur
torleyst í vatni. Við oxun á
Hg° myndast kvikasilfursjón,
Hg2+, sem hefur hinsvegar
ríka tilhneigingu til að leysast
upp í úrkomuvatni og því er
meginþorri kvikasilfurs í úr-
kornu á þessu formi (Fitz-
gerald o.fl. 1994), þ.e. sent
Hg2+ en ekki sem Hg° eins og í
lofli. Kvikasilfur þarf því að
oxast til að falla til jarðar með
úrkomu og er talið að það
gerisl með hvörfunt við hvarf-
gjarnar santeindir á borð við
O, (óson), H,0„ NO,, og OH í
heiðhvolfinu (Lindqvist
1990; Munthe 1994). Taliðer
að brennisteinsgastegundir í
lolti, sem einnig valda súru
regni, séu líka mikilvægir
oxarar fyrir Hg°. Vegna þessa
er mun meiri fylgni milli styrks
kvikasilfurs í úrkomu og
mengunar en milli styrks í lofti
og mengunar. Gögn Lind-
qvists (1990) endurspegla
þetta, en þau sýna að styrkur
kvikasilfurs í úrkontu í Sví-
þjóð er um 100 ng/L syðst í
landinu, þar sem loftmengun
er veruleg, en minnkar eftir
því sent norðar dregur niður í
um 1 ng/L nyrst, fjarri iðnaðarsvæðum, þó
svo að styrkur í lofti sé rnjög svipaður.
A sama hátt og kvikasilfur safnast fyrir í
vefjum dýra hefur það ríka tilhneigingu til að
bindast lífrænu efni í jarðvegi. Lífrænu efni í
jarðvegi má skipta gróft í tvo meginhluta,
plöntuleifar og húmus, sem er samheiti yfir
stóran hóp af lífrænum risasameindum sem
myndast við niðurbrot á plöntuleifum. Það
eru fyrst og fremst húmussameindir sent
binda kvikasilfur í jarðvegi og því þroskaðri
sem húmusinn er (smæni sameindir => meira
yfirborð => fleiri hvarfstöðvar) því meira
kvikasilfur getur hann bundið (Lindqvist
o.fl. 1991). Það kvikasilfur sem fellur til jarðar
með úrkomu á grónum svæðum situr því að
verulegu leyti fast í hinum lífræna hluta
jarðvegsins og losnar ekki þaðan fyrr en
húmusinn brotnar niður eða jarðvegurinn
eyðist með öðrum hætti (Johnson o.fl. 1991).
29