Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 9
Kynþroska kvendýr (CVIF)
Egg
NI-NVI
4. mynd. Lífsferill rauðátu.
sér fæðu, en fremri fálmararnir - sem eru
lengri en allur höfuðbolurinn - og sund-
fæturnir eru hins vegar aðalsundfærin.
Rauðátan er fremur einföld að innri gerð
(3. mynd). Meltingarfærin greinast í munn,
vélinda, maga og endaþarm. Taugakerfið er
einfalt, með kviðlægum taugastreng og
taugahnoðu framan við vélindað sem er
heilinn. Neðan á höfðinu er eilt rauðleitt
auga. Blóðrásarkerfið er opið; æðakerfið
takmarkast við pípulagað hjarta og stutta
ósæð, sem liggur baklægt í höfuðbolnum,
og leikur blóðið um vefi og líffæri utan
eiginlegs æðakerfis. Ofan við meltingar-
veginn, aftarlega í frambolnum, er sérstakt
sekklaga líffæri sem rauðátan safnar í
forðaolíu. Meðan rauðátan er í örum vexti
er olíusekkurinn stór og fyllir út í mest-
allan frambolinn, en þegar dýrin verða
kynþroska gengur á forðann í olíu-
sekknum og hann minnkar mikið. Eins og
áður sagði er olían í olíusekknum gjarnan
rauðleit vegna karotínlitarefna. Karldýrin
hafa einn kynkirtil eða eista í fremri hluta
höfuðbolsins. Frá honum liggur gangur,
sáðrás, sem opnast neðan á fyrsta hala-
liðnum. Kvendýrin hafa einnig einn kyn-
kirtil, eggjastokk, en frá honurn liggja tveir
eggjaleiðarar, og opnast báðir neðan á
fyrsta halaliðnum. Rétt við kynop kven-
dýrsins eru sæðisgeymslur sem hafa það
hlutverk að geyrna sáðfrumur fram að
hrygningu. Þegar rauðátan er að því komin
að hrygna eru eggjastokkarnir áberandi
stórir og fylla út í mestallan höfuðbolinn, en
annars eru þeir mun minni.
Eins og hjá öllum liðdýrum er líkami
rauðátunnar umlukinn harðri kítínskurn og
því þarf hún að hafa skelskipti til að vaxa, en
þá losar hún sig við gömlu skurnina og
myndar nýja og stærri. Alls skiptir rauðátan
11 sinnum um ham áðuren fullorðinsstigi er
náð (4. mynd). Yngstu sex lirfustigin (svo-
nefnd náplíustig, NI, NII, NIIl, NIV, NV,
NVI) eru mjög ólík foreldrunum, en síðari
þroskastigin (ungviðisstig CI, CII, CIII, CIV
og CV) líkjast foreldrunum í í'lestu öðru en
stærð. Að loknum síðustu skelskiptunum
verða loks til kynþroska kvendýr (CVIF) og
karldýr (CVIM).
7