Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 9

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 9
Kynþroska kvendýr (CVIF) Egg NI-NVI 4. mynd. Lífsferill rauðátu. sér fæðu, en fremri fálmararnir - sem eru lengri en allur höfuðbolurinn - og sund- fæturnir eru hins vegar aðalsundfærin. Rauðátan er fremur einföld að innri gerð (3. mynd). Meltingarfærin greinast í munn, vélinda, maga og endaþarm. Taugakerfið er einfalt, með kviðlægum taugastreng og taugahnoðu framan við vélindað sem er heilinn. Neðan á höfðinu er eilt rauðleitt auga. Blóðrásarkerfið er opið; æðakerfið takmarkast við pípulagað hjarta og stutta ósæð, sem liggur baklægt í höfuðbolnum, og leikur blóðið um vefi og líffæri utan eiginlegs æðakerfis. Ofan við meltingar- veginn, aftarlega í frambolnum, er sérstakt sekklaga líffæri sem rauðátan safnar í forðaolíu. Meðan rauðátan er í örum vexti er olíusekkurinn stór og fyllir út í mest- allan frambolinn, en þegar dýrin verða kynþroska gengur á forðann í olíu- sekknum og hann minnkar mikið. Eins og áður sagði er olían í olíusekknum gjarnan rauðleit vegna karotínlitarefna. Karldýrin hafa einn kynkirtil eða eista í fremri hluta höfuðbolsins. Frá honum liggur gangur, sáðrás, sem opnast neðan á fyrsta hala- liðnum. Kvendýrin hafa einnig einn kyn- kirtil, eggjastokk, en frá honurn liggja tveir eggjaleiðarar, og opnast báðir neðan á fyrsta halaliðnum. Rétt við kynop kven- dýrsins eru sæðisgeymslur sem hafa það hlutverk að geyrna sáðfrumur fram að hrygningu. Þegar rauðátan er að því komin að hrygna eru eggjastokkarnir áberandi stórir og fylla út í mestallan höfuðbolinn, en annars eru þeir mun minni. Eins og hjá öllum liðdýrum er líkami rauðátunnar umlukinn harðri kítínskurn og því þarf hún að hafa skelskipti til að vaxa, en þá losar hún sig við gömlu skurnina og myndar nýja og stærri. Alls skiptir rauðátan 11 sinnum um ham áðuren fullorðinsstigi er náð (4. mynd). Yngstu sex lirfustigin (svo- nefnd náplíustig, NI, NII, NIIl, NIV, NV, NVI) eru mjög ólík foreldrunum, en síðari þroskastigin (ungviðisstig CI, CII, CIII, CIV og CV) líkjast foreldrunum í í'lestu öðru en stærð. Að loknum síðustu skelskiptunum verða loks til kynþroska kvendýr (CVIF) og karldýr (CVIM). 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.