Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 60

Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 60
(]. mynd). Sveigurinn er sennilega verks- ummerki mikils framhlaups í jöklinum, eða endurtekinna hlaupa. Frá því mælingar hófust hefur jökullinn aldrei náð að vötn- unum svo hlaupin hafa líklega orðið á seinni lduta 19. aldareða fyrsta þriðjungi þeirrar 20. ■ ALDUR ARNARFELLSMÚLA Efri-Amarfellsnnílar eru jökulgarðabelti sem hefur myndast við síendurtekin hlaup í Múlajökli á undangengnunt öldum. Þegar jöklar náðu mestum vexti um aldamótin 1900 er líklegt að Múlajökull hafi í hlaupum náð að hylja Efri-Múlana að mestu eða öllu leyti. Fremri-Arnarfellsmúlar eru eldri. Gjósku- lagasnið þar sýna þó að þeir eru ekki rnjög gamlir. Gjóskulagið H3 frá Heklugosinu mikla um 1000 f.Kr. er tiltölulega auðþekkt á þessu svæði, gulhvítt, grófsendið og víða 1-3 cm á þykkt. í Fremri-Arnarfellsmúlum er þetta gjóskulag allt umturnað og raskað og hefur verið til staðar í þeim jarðvegi sem jökullinn vöðlaði upp er hann gekk lengst fram. Múlarnir hafa því orðið til eftir að gjóskulagið féll fyrir 3000 árum. Ohreyfður jarðvegur ofan á Fremri-Múlunum og innan þeirra er víðast hvar aðeins 10-20 crn og í honum hafa einungis fundist eitt eða tvö dökk gjóskulög en það bendir til að garðarn- ir hafi myndast á sögulegum tíma. Islenskir jöklar náðu flestir sögulegu hámarkiá 19. öld, flestir á árunum 1890-1900 en einstaka jöklar alllöngu fyrr, eða um 1750. Svo er talið að suinir jöklar hal'i verið í hámarki á kuldakasti sem varð fyrir 2500 árum, á mörkum járnaldar og bronsaldar (SigurðurÞórarinsson 1946). Þaðliggurþví beinast við að ætla að Múlajökull hafi náð mestri stærð á einhverju þessara skeiða. Auðvelt er að sýna fram á að ekki hefur það verið um 1890-1900 því nafnið Arnarfells- múlar, eða Múlar, er eldra og til eru lýsingar á gamalli leið meðfram Múlunum. Nafnið Arnarfellsmúlar kemur fyrst fyrir í ritaðri heimild árið 1860 hjá Páli Melsteð í grein í Islendingi. ■ ÞÁTTUR j. C. SCHYTE Jörgen Christian Schyte (1814-1877) hét danskur verkfræðingur og jarðfræðingur sem kont nokkuð við sögu jarðfræðirann- sókna á Islandi á 19. öld. Þekktastur er hann fyrir athuganir á Heklugosinu 1845 og bók sína um það. Hann kom fyrst til íslands með Japetusi Stenstrup sumarið 1839. Þáferðuð- ust þeir félagar um Suðurland og höfðu vetursetu í Reykjavík. Þar komu upp deilur milli þeirra og sumarið eftir héldu þeir hvor í sína áttina. Stenstrup fór með Jónasi Hall- grímssyni til Vestfjarða að skoða surtar- brand en Schyte hugðist athuga brenni- steinsnámur fyrir norðan og austan (Þorvaldur Thoroddsen 1903-1904). Jafn- framt ákvað hann að kanna nýjar sam- gönguleiðir yfir miðhálendið milli Suður- lands og Austurlands. Með honunt í för var rneðal annarra Sigurður Gunnarsson, vanur fjallamaður sem hafði verið við landmæling- ar með Bimi Gunnlaugssyni og skrifaði síðar ritið Miðlandsöræfi Islands. Á leið sinni hrepptu þeir Schyte hið versta illviðri og hrakninga svo mikla að við lá að þeir yrðu úti. Fyrir vikið varð líka minna úr jarðfræði- legum og landfræðilegum athugunum á leiðinni en til stóð. Svo vill þó til að merkustu athuganirnar úr þessari hrakn- ingaför vörðuðu Arnarfellsmúla. Þeir félagar héldu úr tjaldstæði sínu í Loðnaveri við Dalsá þann 1. júlí 1840 og stefndu í Arnar- fell. Þeir fóru ekki venjulegustu leið, sem lá um Sóleyjarhöfðavað á Þjórsá og þaðan á Sprengisand, en riðu þess í stað upp undir Hofsjökul og hafa líklega komið að jöklinum í grennd við Ólafsfell. Þaðan sveigðu þeir austur með honum með stefnu í Arnarfell og síðla dags voru þeir komnir að Arnarfells- múlum, sem Schyte nefnir raunar aldrei með nafni. Ef til vill höfðu þeir ekki fengið neitt heiti á þessum tíma. En nú fær Schyte orðið: „... þá komum við á djúpa og þar af leiðandi eldgamla götuslóða, er lágu austur fram með lágum malarkambi. Lá kambur þessi samhliða jökuljaðrinum, h.u.b. 200 m frá honum og var hann þakinn mosa- þembum, sem djúpir götuslóðar lágu eftir. - 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.