Náttúrufræðingurinn - 2000, Qupperneq 60
(]. mynd). Sveigurinn er sennilega verks-
ummerki mikils framhlaups í jöklinum, eða
endurtekinna hlaupa. Frá því mælingar
hófust hefur jökullinn aldrei náð að vötn-
unum svo hlaupin hafa líklega orðið á
seinni lduta 19. aldareða fyrsta þriðjungi
þeirrar 20.
■ ALDUR
ARNARFELLSMÚLA
Efri-Amarfellsnnílar eru jökulgarðabelti sem
hefur myndast við síendurtekin hlaup í
Múlajökli á undangengnunt öldum. Þegar
jöklar náðu mestum vexti um aldamótin 1900
er líklegt að Múlajökull hafi í hlaupum náð
að hylja Efri-Múlana að mestu eða öllu leyti.
Fremri-Arnarfellsmúlar eru eldri. Gjósku-
lagasnið þar sýna þó að þeir eru ekki rnjög
gamlir. Gjóskulagið H3 frá Heklugosinu
mikla um 1000 f.Kr. er tiltölulega auðþekkt á
þessu svæði, gulhvítt, grófsendið og víða
1-3 cm á þykkt. í Fremri-Arnarfellsmúlum er
þetta gjóskulag allt umturnað og raskað og
hefur verið til staðar í þeim jarðvegi sem
jökullinn vöðlaði upp er hann gekk lengst
fram. Múlarnir hafa því orðið til eftir að
gjóskulagið féll fyrir 3000 árum. Ohreyfður
jarðvegur ofan á Fremri-Múlunum og innan
þeirra er víðast hvar aðeins 10-20 crn og í
honum hafa einungis fundist eitt eða tvö
dökk gjóskulög en það bendir til að garðarn-
ir hafi myndast á sögulegum tíma.
Islenskir jöklar náðu flestir sögulegu
hámarkiá 19. öld, flestir á árunum 1890-1900
en einstaka jöklar alllöngu fyrr, eða um 1750.
Svo er talið að suinir jöklar hal'i verið í
hámarki á kuldakasti sem varð fyrir 2500
árum, á mörkum járnaldar og bronsaldar
(SigurðurÞórarinsson 1946). Þaðliggurþví
beinast við að ætla að Múlajökull hafi náð
mestri stærð á einhverju þessara skeiða.
Auðvelt er að sýna fram á að ekki hefur það
verið um 1890-1900 því nafnið Arnarfells-
múlar, eða Múlar, er eldra og til eru lýsingar
á gamalli leið meðfram Múlunum. Nafnið
Arnarfellsmúlar kemur fyrst fyrir í ritaðri
heimild árið 1860 hjá Páli Melsteð í grein í
Islendingi.
■ ÞÁTTUR j. C. SCHYTE
Jörgen Christian Schyte (1814-1877) hét
danskur verkfræðingur og jarðfræðingur
sem kont nokkuð við sögu jarðfræðirann-
sókna á Islandi á 19. öld. Þekktastur er hann
fyrir athuganir á Heklugosinu 1845 og bók
sína um það. Hann kom fyrst til íslands með
Japetusi Stenstrup sumarið 1839. Þáferðuð-
ust þeir félagar um Suðurland og höfðu
vetursetu í Reykjavík. Þar komu upp deilur
milli þeirra og sumarið eftir héldu þeir hvor í
sína áttina. Stenstrup fór með Jónasi Hall-
grímssyni til Vestfjarða að skoða surtar-
brand en Schyte hugðist athuga brenni-
steinsnámur fyrir norðan og austan
(Þorvaldur Thoroddsen 1903-1904). Jafn-
framt ákvað hann að kanna nýjar sam-
gönguleiðir yfir miðhálendið milli Suður-
lands og Austurlands. Með honunt í för var
rneðal annarra Sigurður Gunnarsson, vanur
fjallamaður sem hafði verið við landmæling-
ar með Bimi Gunnlaugssyni og skrifaði síðar
ritið Miðlandsöræfi Islands. Á leið sinni
hrepptu þeir Schyte hið versta illviðri og
hrakninga svo mikla að við lá að þeir yrðu
úti. Fyrir vikið varð líka minna úr jarðfræði-
legum og landfræðilegum athugunum á
leiðinni en til stóð. Svo vill þó til að
merkustu athuganirnar úr þessari hrakn-
ingaför vörðuðu Arnarfellsmúla. Þeir félagar
héldu úr tjaldstæði sínu í Loðnaveri við
Dalsá þann 1. júlí 1840 og stefndu í Arnar-
fell. Þeir fóru ekki venjulegustu leið, sem lá
um Sóleyjarhöfðavað á Þjórsá og þaðan á
Sprengisand, en riðu þess í stað upp undir
Hofsjökul og hafa líklega komið að jöklinum
í grennd við Ólafsfell. Þaðan sveigðu þeir
austur með honum með stefnu í Arnarfell og
síðla dags voru þeir komnir að Arnarfells-
múlum, sem Schyte nefnir raunar aldrei með
nafni. Ef til vill höfðu þeir ekki fengið neitt
heiti á þessum tíma. En nú fær Schyte orðið:
„... þá komum við á djúpa og þar af
leiðandi eldgamla götuslóða, er lágu austur
fram með lágum malarkambi. Lá kambur
þessi samhliða jökuljaðrinum, h.u.b. 200 m
frá honum og var hann þakinn mosa-
þembum, sem djúpir götuslóðar lágu eftir. -
58