Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 43

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 43
Skrítnustu SPENDÝRIN Um nefdýr og pokadýr ÖRNÓLFUR THORLACIUS Afkvœmi langflestrci spendýra, allt frá snjáldrum og leðurblökum til fíla og hvala, tengjast á meðgöngutíma móðurinni í fylgju eða legköku, þar sem hárœðar fósturs og móður fléttast saman - þótt ekki sé um beina blóðblöndun að rœða - og næring og súrefni berst fóstrinu iir blóði móðurinnar en hún losar það hins vegar við koltvíoxíð og úrgangsefiii. Boðefni - honnón - fara einnig yfir fylgjuna í báðar áttir og samstilla líkamsstörf móður og fósturs. Nokkur spendýr - á þriðja hundrað tegundir núlifandi nefdýra og pokadýra - leysa vanda fósturþroskunar á aðra vegu. Margt fleira er forvitnilegt í líkamsgerð og lífsháttum þessara dýra. Hér verður reynt að lýsa nokkrum af furðunum í fari þeirra. Flestir dýrafræðingar skipta flokki spendýra, Mammalia, í tvo undir- flokka, Prototheria og Theria. Þar . kemur auk núlifandi dýra við sögu fjöldi tegunda af aldauða dýrum, sem flest Örnólfur Thorlacius (f. 1931) lauk fil.kand.-prófi í líffræði og efnafræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð 1958. Hann var kennari við Mennta- skólann í Reykjavík 1960-1967. Menntaskólann við Hamrahlíð 1967-1980 og rektor þess skóla 1980-1995. Samhliða kennslustörfum hefur Örn- ólfur samið kennslubækur og hann hafði um árabil umsjón með fræðsluþáttum um náttúrufræði í útvarpi og sjónvarpi. Hann var um skeið ritstjóri Náttúrufræðingsins. þekkjast aðeins af steingerðum leifum harðra líkamshluta, enda styðst skiptingin í undirflokka við sérkenni í gerð tanna og beina sem ekki verður nánar lýst hér. Af undirflokknum Prototheria eru nú aðeins uppi nefdýrin, ættbálkurinn Mono- tremata. Þau minna um æxlunarkerfi og æxlunarhætti á skriðdýr og fugla. Dýrin verpa eggjum með skurn og fóstrið þroskast svo inni í egginu. þar sem það nærist á forðanæringu í eggjarauðunni. Núlifandi dýr af undirflokknum Theria skiptast í tvær megindeildir eða deiliflokka - Metatheria og Eutheria. Eutheria eru fylgju- dýr eða legkökuspendýr, við það kennd að fóstrið tengist líkama móður í fylgju eða legköku. eins og að framan er lýst. Til þeirra telst þorri spendýra, um 4000 tegundir er skipast í eina 16 ættbálka. Loks eru svo pokadýrin - Metatheria, ætt- bálkurinn Marsupialia. Ungar þeirra fæðast mjög smáir og óþroskaðir, festa sig síðan á spena móðurinnar og ná þar svipuðum þroska og fóstur fylgjudýra. ■ NEFDÝR Þessi dýr lifa aðeins í Eyjaálfu - á megin- landi Ástralíu og nálægum eyjum. Þau eru frumstæðust núlifandi spendýra og minna um margt á skriðdýr. Þannig sameinast rásir þvagfæra, kynfæra og meltingarfæra í einu opi, gotrauf (1. mynd, a), og kvendýrin verpa eggjum með leðurkenndri skurn. Eins og hjá fuglum er hægri eggrásin rýr og óvirk; Náttúrufræðingurinn 70 (1). bls. 41-54, 2000. 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.