Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 5
Rauðátan
í HAFINU VIÐ
ISLAND
ÁSTÞÓR GÍSLASON
Rauðáta (Calanus fmmarchicus (Gwm-
erus)) er meðal algengustu svifdýra í
Norður-Atlantshafi (Conover 1988) og
í hafinu við Island eru iðulega 40-80%
dýrasvifsins af þessari einu tegund
(Ólafur S. Ástþórsson o.fl. 1983; Ást-
þór Gíslason og Ólajur S. Astþórsson
1995, 1998). Á vorin og sumrin, þegar
mergð svifdýra er í hámarki, er oft
gríðarlega mikið af rauðátu í yfir-
borðslögum sjávar, jafnvel meira en
eitt dýr ( einum lítra afsjó. A veturna er
rauðáta hins vegar sjaldgœf í efri
sjávarlögum, en þá hejur hún vetur-
setu í djúplögum sjávar.
Vegna mergðar sinnar hefur rauð-
átan mikla vistfræðilega þýðingu
í hafinu. Smásæjar plöntur sjáv-
_________ ar, svifþörungarnir, eru aðal-
fæðan, en sjálf er rauðátan hins vegar mikil-
væg fæða ýmissa annarra sjávardýra. Það
má því segja að hún sé tengiliður á milli
frumframleiðslu svifþörunganna og dýra
sem eru ofar í fæðukeðjunni.
Rauðátan er mikilvægur þáttur í fæðu
flestra fiskstofna sent nýttir eru hér við land.
A meðan fiskarnir eru á lirfu- og seiðastigi
eru þeir háðir átu urn fæðu, þ.á m. rauðátu,
og er talið að það geti jafnvel skipt sköpum
fyrir afkomu fisklirfanna - og þar með nýlið-
Ástþór Gíslason (f. 1951) lauk cand. mag.-prófi í
líffræði l'rá Háskólanum í Osló árið 1978 og cand.
scient.-prófi í sjávarvistfræði frá sama skóla
1987. Áslþór starfar við rannsóknir á dýrasvifi á
Hafrannsóknastofnuninni.
un fiskstofnanna - að nóg sé af átu þegar
lirfurnar eru að byrja að afla sér fæðu. Upp-
sjávarfiskar lifa á átu alla ævi og hjá stærstu
uppsjávarfiskstofnunum hér við land. síld
og loðnu, er rauðátan snar þáttur í fæðunni
(Jespersen 1932, Ólafur S. Ástþórsson og
Ástþór Gíslason 1997, Ástþór Gíslason og
Ólafur S. Ástþórsson 2000). I þessu sam-
bandi má nefna að magn rauðátu í haftnu hafði
rnikil áhrif á göngur norsk-íslensku sfldarinnar
á sfldarárunum, þegar hún gekk hingað til
lands í stórum stfl í fæðuleit, og hrunið í
átustofnunum fyrir norðan land um miðjan
sjöunda áratuginn er talið hafa átt þátt í því að
göngumynstur sfldarinnar breyttist og hún
hvarf af Islandsmiðum (Jakob Jakobsson
1992). Þá er talið að vöxtur og viðgangur
loðnustofnsins eigi mikið undir átuskilyrðum á
fæðuslóðinni fyrir norðan land (Hjálmar
Vilhjálmsson 1994, Ólafur S. Ástþórsson og
Ástþór Gíslason 1998).
Af framansögðu má ljóst vera að rauðátan
er lykiltegund f vistkerfi Islandsmiða og þar
með hlýtur hún einnig að skipta miklu máli
fyrir efnahag okkar Islendinga.
■ ÚTBREIÐSLA OG
SKYLDAR TEGUNDIR í
NORÐUR-ATLANTSHAFl
Suðurmörk útbreiðslusvæðis rauðátunnar
eru út af miðhluta Bandaríkjanna, á um 40°N
(Conover 1988) (1. mynd A). Þaðan fylgir
útbreiðslusvæðið nokkurn veginn Norður-
Atlantshafsstraumnum norðaustur yfir
Norður-Allantshaf og allt norður í Norður-
Náttúrufræðingurinn 70 (1), bls. 3-19, 2000.
3