Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 10
sjálfan; þó eru til dæmi um að
PSP-eitur Gymnodinium-teg-
undar hafi drepið skelfisklirfur.
I sjónum við Island hafa
fundist tvær tegundir af Alex-
andrium sem framleiða PSP-
eitur, A. tamarense (3. mynd) og
A. ostenfeldii. Þessar tegundir er
að finna umhverfis allt landið og
ber mest á þeim í svifinu í lok maí
og byrjun júní. Fjöldi þessara
þörunga er sjaldan mikill, þó upp
hafi komið tvö tilfelli hér þar sem
PSP mældist yfir hættumörkum í
skelfiski. I öðru tilfellinu var um
að ræða krækling sent safnað var
við Vestmannaeyjar í júní 1992
og í hinu tilfellinu var það hörpudiskur með
hrognum sem veiddur var í Breiðafirði í júní
1993.
DSP-skelfiskseitrun eða
NIÐURGANGSEITRUN
Fyrstu heimildir um DSP-skelfiskseitrun
(diarrheic shellfish poisoning) eru í'rá Japan
árið 1976 en síðan hafa árlega verið skráð
nokkur þúsund tilfelli í heiminum. Skoru-
4. mynd. Dinophysis norvegica Claparéde & Lachmann
(lengd 40-60pm, breidd 30-50fJm).
3. mynd. Alexandrium tamarense (Lebour) Balec (þver-
mál 25—40pm.
þörungar af ættkvíslunum Dinophysis og
Prorocentrum geta myndað DSP-eitur sern
safnast fyrir í fituvef skelfisks. Svo virðist
sem aðeins fáein hundruð þörungafruma í
hverjum lítra af sjó nægi til að eitrun konti
fram, sem síðan getur varað í langan tíma ef
þörungurinn er áfram í sjónum. Það getur
tekið skelfiskinn marga mánuði að hreinsa
sig af DSP-eitrinu eftir að svifþörungurinn
er horfinn úr svifinu (Lembeye o.fl. 1993;
Underdal o.fl. 1985). Einkenni
DSP-eitrana eru ógleði, upp-
köst, þrautir í kviðarholi og
niðurgangur og verður þeirra
vart skömmu eftir að menn hafa
neytt mengaðs skelfisks. Sjúkl-
ingar ná sér yfirleitt innan
þriggja sólarhringa.
Vitað er um fimm Dinophysis-
tegundir sem geta valdið DSP-
eitrun, þar af finnast þrjár, D.
accuminata, D. acuta og D. nor-
vegica, við Island. D. norvegica
(4. mynd) fannst í rniklu magni í
Hvalfirði í september 1986
(Guðrún G. Þórarinsdóttir 1987)
og um sama leyti veiktust nokkr-
ir einstaklingar í kjölfar neyslu á
kræklingi úrHvalfriði. í júní 1994
mældist DSP-eitur í öðu úr
Hvalfirði yfir hættumörkum en
lítið af Dinophysis fannst í sjó-
sýnum frá svæðinu.
72