Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 77
að við húshitun með jarðhita-
vatni í stað rafmagns eða olíu
má sýna fram á að aukning á
notkun jarðhitans til hús-
hitunar síðasta aldarfjórðung
sparar þjóðinni nú um 6
milljarða króna árlega, að ekki
sé talað um þær hættur og þá
loftmengun sem olíunotkun
hefði í för með sér. En hver er
þáttur rannsókna í þessari
framför? Lfklega er ógerlegt
að svara því. Hitt er þó ljóst að
það voru vísindalegar og
tæknilegar framfarir öðru
fremur sem gerðu hina
6. mynd. Sértekjur Orkustofnunar og rannsóknastofnana
atvinnuveganna annarra en Hafrannsóknastofnunar í
milljónum króna (Mkr) eftir árum miðað við vísitölu fjár-
laga 1996.
stórauknu og ábatasömu nýtingu jarðhita til
húshitunar mögulega.
■ HVAÐ ER TIL RÁÐA?
Viðhald raunvísindalegrar og tæknilegrar
þekkingar og rannsóknir, sem hafa það að
markmiði að bæta við þessa þekkingu, eru
vissulega ekki einu þættirnir sem skipta máli
til að bæta kjör þjóða í efnahagslegu tilliti.
Hins vegar er það reynsla þjóða, sem engin
ástæða er til að rengja, að rannsóknir eru
ómissandi hlekkur í efnahagskeðjunni,
a.m.k. þegar til lengri tíma er litið. Þær eru
einnig ómissandi fyrir skynsamlega nýtingu
náttúruauðlinda og varðveislu þeirra. Þetta
viðhorf til rannsókna er ríkjandi meðal
ráðamanna nágrannaþjóða okkar, þjóða sem
við eigum viðskipti við. Þar sem þessi við-
horf hafa áhrif á efnahag þessara við-
skiptaþjóða hafa þau einnig áhrif á efnahag
okkar íslendinga.
Lítil fjárframlög til rannsókna hér á landi
benda sterklega til þess að sú starfsemi sé
afskipt. Tvennskonar breytingar þurfa að
eiga sér stað eigi að lyfta raunvísindalegum
og tæknilegum rannsóknum hér á landi
þannig að þær skili íslendingum sambæri-
legum árangri við það sem gerist meðal
nágrannaþjóðanna. Annars vegar verður að
breyta samsetningu þess mannafla sem um
þessi mál fjallar á æðsta stjórnstigi, þar sem
ákvarðanir eru teknar. Hins vegar verður að
auka fjárframlög til rannsókna, bæði hvað
varðar laun og rekstur, hvaðan svo sem
peningarnir koma. Ég held að síðara atriðið
sé ekki vandleyst. Það mun koma af sjálfu
sér ef öflugur mannafli fæst í
stjórnsýsluna. Það er ráðning
slíks mannafla og viður-
kenning á störfum hans frá
þeim aðilum sem standa á bak
við þá þekkingu sem nú ræður
ríkjum í stjórnsýslunni, sem er
vandamálið. Vandinn er að
velja mannafla í stjórnsýsluna
sem hefur til að bera allt í senn,
reynslu af rannsóknunt, hæfni
til stjórnsýslustarfa og stað-
alþingis á verðlagi 1996 eftir festu uj ag halda sig við gildi
rannsókna í umhverfi þar sem
aðrir einstaklingar hafa aðra
7. mynd. Fjárveitingar til
árum í milljónum króna (Mkr) miðað við vísitölu fjárlaga
1996.
139