Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 86

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 86
Fréttir nóvember, er því haldið fram að hluti af þeim bata sem menn telja sig fá af völdum nálastungu verði vissulega skýrður sem þóknunaráhrif, en alls ekki öll lækningin. Hópurinn telur staðfest að nálastunga lini verk eftir læknisaðgerð, svo sem eftir að tannlæknir hefur dregið úr manni tönn. Einnig dragi meðferðin úr ógleði á meðgöngutíma eða af völdum krabbameinslyfja og eftir svæfingu. Vinnuhópurinn telur hugsanlegt en óstaðfest að nálastunga eigi þátt í að venja menn af fíkniefnum, deyfa höfuðverk vegna mígrenis og tíðaverk, lækna slag, „tennisolnboga“, asma og fleiri kvilla. Gagnrýnendur telja að tilraunir hópsins hafi ekki verið betur unnar en svo að enn megi skýra alla verkun nálastungunnar sem þóknunaráhrif. Vantrúaðir menn benda líka á að „rásir“ þær sem Kínverjar telja að veiti orku um líkamann þegar nálum er stungið á rétta staði verði ekki fundnar með neinum viðurkenndum vísindaaðferðum - og orkuformið sem um þær eigi að flæða raunar ekki heldur. Fulltrúar vinnuhópsins viðurkenna að frekari rannsókna sé þörf áður en skýring fáist á eðli lækningarinnar en telja tilraunirnar hafa staðfest að nálastunga örvi myndun eða losun endorfína - náttúrlegra sársaukadeyfiefna líkamans - auk þess sem þeir álíta að hún örvi virkni undirstúku og heiladinguls og breyti með því flæði boðefna í blóði. I augum sumra skiptir það ekki máli hvort lækningin er fram komin við þóknunaráhrif eða vísindalega staðfest: Ef áhrifin komi fljótt fram og einkum þó ef aðferðin reynist ódýrari en hefðbundnar lækningar muni heilsugæslustofnanir og tryggingafélög taka hana gilda. The Economist, 1. nóvember 1997, bls. 93-94, og 8. nóvember 1997, bls. 104; New Scientist, 15. nóvember 1997, bls. 14; Time, 24. nóvember 1997, bls. 64. RÝRIR HEILAR í ROTTUUNGUM Lixin Zhang og Mark Smith, er starfa við Geðheilsustofnum Bandaríkjanna {National Insti- tute of Mental Health), greina frá því að rottuungar sem skildir voru frá mæðrum sínum í aðeins einn sólarhring hafi glatað fleiri taugafrumum úr heila en ungar í viðmiðunarhópi, sem nutu návistar við mæðurnar. Fræðimennirnir telja að til þessa megi sækja skýringu á óeðlilegri hegðun fullorðinna dýra og manna sem ekki hafi notið umhyggju móður. Þeir tóku 12 daga unga frá mæðrum sínum í 24 stundir en sáu þeim fyrir nægu fóðri og hlýju. Þegar heilar unganna voru síðan rannsakaðir kom í ljós að taugafrumum hafði fækkað í ýmsum hlutum heilans allt að tvöfalt meiraen í viðmiðunarhópnum. New Scientist, 8. nóvember 1997, bls. 7. ÖrnólfurThorlacius tók saman. 148
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.