Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 73

Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 73
meiri samkeppni um rannsóknarfé og pólítískir aðilar orðið ineira áberandi við stefnumörkun í rannsóknum. Þá hefur öfga- hópum í náttúruvernd vaxið mjög fiskur um hrygg. Slíkir hópar fara stundum með staðlausa stafi og spila á tilfinningar fólks í ljáröflunarskyni sjálfum sér til handa fremur en til náttúruverndar. Það sem ég held að hafi breyst í raun og veru eru rannsóknarmennirnir sjálfir fremur en viðhorf ráðamanna. Margir þeirra sem búa yfir þekkingu í raunvísindum hafa nú lagt þekkingu sína á áberandi hátt ofan á ákveðinn siðgæðisgrunn. Eðlisfræðingar berjast á móti smíði kjarnorkuvopna. Náttúrufræðingar berjast á móti ofveiði, benda á skaðsemi mengunar, ofnýtingu gróðurlendis og jarðvegseyðingu. Allt þetta stríðir stundum gegn hugsjóninni um aukinn hagvöxt. Oft og tíðum hafa viðhorf raunvísindmanna og áherslur verið þyrnir í augum þeirra sem vilja auka framleiðslu og þar með bæta efnahag, a.m.k. til skamms tíma litið. Um leið og heimurinn þróast hratt í þá átt að verða eitt markaðssvæði, þar sem risafyrirtæki kaupa þá þekkingu sem þau hafa áhuga á og virðast ætla að verða stjómvöldum ríkja æðri, á sér stað sívaxandi miðstýring á rannsóknarstarfsemi opinberra aðila. Ég veit ekki til þess að nokkur hafi bent á það að þróunin í rannsóknum fer í öfuga átt við þróun opins og óhindraðs markaðskerfis. Hætta er á því að aukin miðstýring í rann- sóknum leiði til þess að þekking og sköpunar- gáfa - aðalsmerki rannsóknarmanna - verði vannýtt. Skoða má árangur af miðstýringu í rannsóknum með því að horfa á afleiðingar kommúnistastjóma í Austur-Evrópu og Sovétríkjunum fyrrverandi. Vissulega náði kommúnistablokkin miklum árangri á kjam- orkusviðinu, en þar var áherslan. Minna var hins vegar lagt upp úr rannsóknum á mengun. Það má ekki gleyma því að náttúrufræðingar í hinum frjálsa heimi hófu rannsóknir á mengun fyrir mörgum áratugum, ekki af áhuga ráða- manna heldur að eigin frumkvæði. I hinum vestræna heimi nutu þeir þess að búa við frelsi til að sýna frumkvæði. Mér finnst stundum eins og valdhafar á íslandi séu á varðbergi gagnvart rann- sóknamönnum sem búa yfir þekkingu í raun- vísindum. Til að leysa vandann er frum- kvæði rannsóknarmanna heft gegnum fjár- veitingar eða með öðrum hætti og óspart höfðað til „lögmáls markaðarins": Ef ekki er unnt að selja neinum rannsóknarvinnu er sú vinna einskis virði. ■ FRAMLAG TIL RANNSÓKNA Á ÍSLANDI Oftar en einu sinni hafa íslensk stjórnvöld óskað eftir því að Efnahags- og framfara- stofnunin (OECD) geri úttekt á starfsemi hér á landi á sviði rannsókna og þróunar. Hafa ráðgjafar OECD jafnan lagt til að framlag til rannsókna og þróunarstarfsemi á íslandi verði aukið; það sé ein af nauðsynlegum forsendum nýsköpunar. Samt hafa fjárveit- ingar á fjárlögum til þessa málaflokks farið minnkandi á síðustu árum. íslendingar eru eftirbátar flestra OECD- ríkja í fjárveitingum til rannsókna og skiptir þá ekki máli hvort miðað er við þjóðar- framleiðslu eða höfðatölu (2. mynd). Eitt er þó sérstakt við framlag íslendinga til rann- sókna og það er samsetning þess mannafla sem sinnir rannsóknum. Hér vinna tiltölu- lega mun fleiri við rannsóknir ef miðað við hlutfallslegt framlag til slíkrar starfsemi af þjóðarframleiðslu (3. mynd) og af þeim sem að rannsóknuin vinna eru tiltölulega margir háskólamenntaðir. Þetta endurspeglar þrennt: 1. Óvenjulega mannaflasamsetningu, 2. lág laun og/eða 3. lítið rekstrarfé. Rót hins afbrigðilega ástands á íslandi má að hluta rekja til ófaglegra vinnubragða við gerð fjárlaga. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknar- ráði íslands hefur framlag til rannsókna og þróunarstarfsemi á íslandi farið stöðugt minnkandi frá árinu 1987 og er þá miðað við veltu rannsóknastofnana, en fyrir þann tíma hafði verið nokkur vöxtur (4. mynd). Inni í tölunum á 4. mynd eru ekki ýmsar stofnanir 135
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.