Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 40
Skálarbotn j -J
Htauphorn - -- " Fallhorn^
§
Hlaupiengd
^ ' / Hædiandbrekku - / — ^ ^ i "" ] Htauphorn 1
P j Fátiherrr ''
Htauplengd
4. mynd. Hlauphorn, skýringarmynd úr Berghlaupum Ólafs Jónssonar. — Slide angle.
jafn lágt hlauphorn, en þau nálgast það að
vísu. Vatnsdalshólar hafa hlauphornið 7,5°,
Þorbrandsstaðahólar í Langadal 9,0° og
Hraun í Öxnadal 9,5° (1. tafla). Rannsóknir
erlendis frá sýna að efnismiklar skriður geta
náð þessu horni og má sem dæmi nefna
Blackhawk-hlaupið í Mojave-auðninni
austur af Los Angeles. Hlauphorn þess er
rúmar 6°. (Eins og sjá má á þessari
upptalningu hefur greinarhöfundur ekki
látið sannfærast af röksemdum Ágústs
Guðmundssonar um að Vatnsdalshólar séu
ekki berghlaup.)
Hraði hefur áhrif á hlauphornið; skriða
sem fer hratt niður fjallshlíð kemst yfirleitt
lengra út á undirlendið og hefur lægra
hlauphorn en sú sem fer hægt. Það er
viðnámið í undirlagi hlaupsins sem ræður
mestu um hraðann og þar með hlauphornið.
Ef viðnámið er mikið verður hlauphornið
stórt en ef það er lítið verður hlauphornið
einnig lítið. Sérfræðingar um berghlaup hafa
lengi deilt um hvað ráði viðnámi undir-
lagsins. Margir hallast að því að fínmulið
berg í bland við vatn neðst í berghlaups-
urðinni myndi einskonar smurningu sem
hlaupið renni á. Því fínna sem þetta smurn-
ingslag verður og betur vatnsblandað því
lengra rennur urðin. í Loðmundarskriðum er
mikið af súru bergi, bæði líparíthrauni og
gjósku. Súra bergið er molnunargjarnara en
basískt berg og er því gott hráefni í smurn-
inguna sem þurfti til að fleyta hlaupinu þá
furðumiklu vegalengd sem það fór.
■ ALDUR
LOÐMUNDARS KRIÐNA
Að Tómasi Tryggvasyni og Hawkes undan-
skildum hafa allir talið að Loðmundarskriður
væru ung jarðmyndun. Þorvaldur Thorodd-
sen veitti því strax athygli að urðin lá ofan á
jökulurð og strandmyndunum frá ísaldar-
lokum. Ólafur Jónsson bendir einnig á ýmis
atriði sem sýna lágan aldur, svo sem hve
brotsárið er lítið veðrað og illa gróið og
jarðvegur á urðinni þunnur. Ljósu Heklu-
öskulögin H3 og H4 sjást víða í jarðvegs-
sniðum í Loðmundarfirði en á urðinni sjást
þau ekki. Stór björg úr tiltölulega
auðveðruðu efni liggja heilleg og óbrotin
vítt og breitt. I mörg þúsund ára gömlu
hlaupi væru þau öll meira eða minna molnuð.
102