Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 29
tækni hafi breiðst út frá bökkum Oxusfljóts
sem nú heitir Amú-Darja og rennur úr
suðaustri í Aralvatn.
t
4. mynd. Krossfarinn Ríkarður Ijónshjarta,
1157-1199 (The Economist).
kosið að fara í stríð í hervögnum en á hest-
baki.
Og hervagnarnir voru skelfileg vígtól (2.
mynd). Af ritum um sigra Sanheríbs Ass-
yríukonungs yfir Elömum og Kaldeum áætl-
ar Keegan að tíu hervagnar, hver með tveim-
ur stríðsmönnum vopnuðum
spjótum og bogum, hafi á tíu mín-
útum lagt 500 fjandmenn að velli.
Upphaflega voru vagnarnir
notaðir til að flytja menn á víg-
völlinn fremur en að úr þeim væri
barist. Voru þá tveir í vagni, her-
maður sem hljóp af vagninum til
orrustu og ekill sem beið á meðan
álengdar. Hugsast getur að reið-
hestar hafi líka verið notaðir til að
flytja hermenn til orrustu áður en
mönnum lærðist að sitja þá í
bardaga, líkt og hestar víkinga
löngu síðar.
Keegan telur að fyrir rúmum
þremur árþúsundunt hafi hrossa-
ræktendur fengið fram nógu öfl-
uga hesta til að bera riddara með
alvæpni og að þessi bylting í her- ,,,v,í^'
Á allt að tveggja metra háum hestum
gnæfðu riddararnir yfir fótgöngulið og her-
menn í stríðsvögnum og slógu, hjuggu,
stungu og skutu með gaddakylfum, sverð-
um, öxum, spjótum, lensum, bogum og síðar
byssum. Hrossin klifu torfærur og óðu og
syntu fallvötn sem enginn stríðsvagn komst
yfir. Þetta var bylting í stríðsrekstri (3.
mynd).
Bylgjur hermanna á hestbaki flæddu yfir
Evrópu úr austri: Húnar, Magyarar, Mong-
ólar og Tyrkir fluttu með sér dauða og tor-
tímingu. Að sjálfsögðu námu heimamenn
brátt þessa nýju hertækni. ístaðið, sem talið
er upprunnið á gresjum Asíu á annarri öld
f.Kr. eða þar um bil, barst til Evrópu snemma
á miðöldum og gerði riddurum kleift að beita
lensum og þungum sverðum og bera öflugri
brynjur en áður.
Riddarar miðalda í Evrópu voru þrautþjálf-
aðir og vel búnir hermenn í þjónustu kon-
unga eða háaðals. Margir voru aðalbornir
Miðaldariddarar við burtreiðar (Der Spiegel).
BLÓMASKEIÐ
RIDDARANNA
91