Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 36
1. tnynd. Úr Loðmundarskriðum. - The Loðmundarskriður rock slide. Ljósm./photo: Árni
Hjartarson.
eru í fjallinu Skúmhetti. Niðurstaða hans var
sú að þegar jöklar tóku að þynnast í
ísaldarlok hafi bergskriður miklar hlaupið úr
fjöllunum umhverfis Skúmhattardal og út á
skriðjökul sem síðan hafi sett af sér grjótið í
haugum þar sem það situr nú. Hólabeltið
sem liggur þvert yfir dalinn hjá Sævarenda,
Stakkahlíðarhólar, telur hann að hafi
myndast er borgarísjakar, hlaðnir stórgrýti
úr skriðunum, strönduðu í firðinum, sem á
þeim tíma náði lengra inn til lands en nú.
Tómas Tryggvason jarðfræðingur rann-
sakaði perlustein víða um land á sjötta
áratugnum og kom þá m.a. í Loðmundar-
skriður og skrifaði um þær á þremur stöðum,
íNáttúrufræðinginn 1955, Tímarit Verkfræð-
ingafélagsins 1957 og í Árbók FÍ 1957. í
síðastnefnda ritinu kemst hann svo að orði:
„Loðmundarskriður eða Stakkahlíðarhraun
... er það náttúruundur, sem valdið hefur
jarðfræðingum mestum heilabrotum allra
jarðfræðilegra fyrirbæra á Austfjörðum“
(bls. 107). Hér setur Tómas fram sína skýr-
ingu á uppruna urðarinnar. Honum fannst
eðlilegt að skilgreina Loðmundarskriður,
eða að minnsta kosti nokkurn hluta þeirra,
sem staðbundna jökulurð, þar sem björgin
hefðu að vísu losnað frá undirlagi sínu og
umturnast en ekki flust úr stað svo teljandi
sé. Kenningar Ágústs Guðmundssonar um
Vatnsdalshóla í síðasta Náttúrufræðingi
minna nokkuð á þessar hugmyndir.
Ólafur Jónsson rannsakaði Loðmundar-
skriður ítarlega og fór um þær í tvígang, í
fyrra skiptið í september 1956 og um það
skrifaði hann í bækur sínar um skriðuföll og
snjóflóð. Seinni ferð hans um urðirnar var
farin í ágúst 1964 þegar hann var að draga
föng í bókina Berghlaup. Lýsingar hans eru
þær greinarbestu sem völ er á. Skemmst er
frá því að segja að Ólafur hafnaði bæði
hrafntinnuhraunskenningu Þorvaldar Thor-
oddsens og jökulurðakenningum þeirra
Hawkes og Tómasar Tryggvasonar en hóf á
ný hinar gömlu berghlaupshugmyndir til
vegs og virðingar. Flestir eða allir sem ritað
hafa um Loðmundarskriður síðan hallast á
sveifmeð Ólafí.
98