Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 9
2. mynd. Skelfiskseitur berst frá eitruðum svifþörungum gegnum skelfisk til neytenda.
Teikning: Sigurður Gunnarsson.
fiskinum og samsetningu og magni fæðu
skelfisksins í sjónum. Því meira sem skel-
fiskurinn hefur að éta af ómengaðri fæðu.
þeim mun fljótari er hann að hreinsa sig af
eitrinu.
Þegar fjöldi eitraðra þörunga í sjónum
er orðinn mikill getur skapast hættuástand
á viðkomandi svæði. Misjafnt er eftir
þörungategundum hver fjöldinn er þegar
hætta skapast og sami svifþörungurinn
getur einnig verið miseitraður eftir að-
stæðum. í sumum tilfellum getur orðið vart
við eitranir í skelfiski þó aðeins fáir eitraðir
þörungar finnist í hverjum lítra af sjó en í
öðrum tilfellum þarf mikið magn til.
En það eru ekki aðeins eitraðar samlokur
sem geta valdið skelfiskseitrun. Sniglar,
krabbar, rækja og humar sem éta eitraðar
samlokur safna eitrinu í lifrina og eru mun
lengur að losa sig við eitrið en samlokan
sjálf. Sé þessarra dýra neytt í heilu lági getur
neytandinn orðið fyrir skelfiskseitrun.
Magn ASP- og PSP-eiturefna hefur mælst í
lifur fyrrnefndra dýra langt yfir
hættumörkum og er ástæða til að ætla að
DSP-eitur geti einnig fundist í þeim
(Shumway 1995).
A annan tug þörungategunda sem vitað
er að geta framleitt eitur hefur fundist í
sjónum hér við land en eitranir af völdum
svifþörunga hafa verið fátíðar. Sérstök
skilyrði í sjónum, eins og endurnýjun
næringarefna og lagskipting í kjölfarið,
geta valdið blóma þessarra tegunda, en
blóminn er óreglulegur og þarf ekki að
vera árviss þó að viðkomandi tegundir
finnist á svæðinu.
PSP-SKELF1SKSE1TR.UN EÐA
LÖMUNAREITRUN
Lengst hafa menn þekkt til skel-
fiskseitrunar af völdum PSP-eiturs (para-
lytic shellfish poisoning) og eru fyrstu
heimildir úr dagbók landkönnuðarins
Cook frá árinu 1793. Það eru aðallega
skoruþörungategundir af ættkvíslinni
Alexandrium sem mynda PSP-eitur en
einnig tegundirnar Gymnodinium caten-
atum og Pyrodinium bahamese. Alexand-
n'wm-tegundir sem mynda PSP-eitur er að
finna um öll heimsins höf en hinar
tegundirnar hafa takmarkaða útbreiðslu á
heitum hafsvæðum. Eituráhrif PSP á
spendýr eru í því fólgin að eitrið truflar
natríumbúskap taugafruma, sem leiðir af
sér truflun á taugaboðum og getur valdið
lömun, öndunarerfiðleikum og jafnvel
dauða. Eitrið hefur ekki áhrif á skelfiskinn
71