Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 9

Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 9
2. mynd. Skelfiskseitur berst frá eitruðum svifþörungum gegnum skelfisk til neytenda. Teikning: Sigurður Gunnarsson. fiskinum og samsetningu og magni fæðu skelfisksins í sjónum. Því meira sem skel- fiskurinn hefur að éta af ómengaðri fæðu. þeim mun fljótari er hann að hreinsa sig af eitrinu. Þegar fjöldi eitraðra þörunga í sjónum er orðinn mikill getur skapast hættuástand á viðkomandi svæði. Misjafnt er eftir þörungategundum hver fjöldinn er þegar hætta skapast og sami svifþörungurinn getur einnig verið miseitraður eftir að- stæðum. í sumum tilfellum getur orðið vart við eitranir í skelfiski þó aðeins fáir eitraðir þörungar finnist í hverjum lítra af sjó en í öðrum tilfellum þarf mikið magn til. En það eru ekki aðeins eitraðar samlokur sem geta valdið skelfiskseitrun. Sniglar, krabbar, rækja og humar sem éta eitraðar samlokur safna eitrinu í lifrina og eru mun lengur að losa sig við eitrið en samlokan sjálf. Sé þessarra dýra neytt í heilu lági getur neytandinn orðið fyrir skelfiskseitrun. Magn ASP- og PSP-eiturefna hefur mælst í lifur fyrrnefndra dýra langt yfir hættumörkum og er ástæða til að ætla að DSP-eitur geti einnig fundist í þeim (Shumway 1995). A annan tug þörungategunda sem vitað er að geta framleitt eitur hefur fundist í sjónum hér við land en eitranir af völdum svifþörunga hafa verið fátíðar. Sérstök skilyrði í sjónum, eins og endurnýjun næringarefna og lagskipting í kjölfarið, geta valdið blóma þessarra tegunda, en blóminn er óreglulegur og þarf ekki að vera árviss þó að viðkomandi tegundir finnist á svæðinu. PSP-SKELF1SKSE1TR.UN EÐA LÖMUNAREITRUN Lengst hafa menn þekkt til skel- fiskseitrunar af völdum PSP-eiturs (para- lytic shellfish poisoning) og eru fyrstu heimildir úr dagbók landkönnuðarins Cook frá árinu 1793. Það eru aðallega skoruþörungategundir af ættkvíslinni Alexandrium sem mynda PSP-eitur en einnig tegundirnar Gymnodinium caten- atum og Pyrodinium bahamese. Alexand- n'wm-tegundir sem mynda PSP-eitur er að finna um öll heimsins höf en hinar tegundirnar hafa takmarkaða útbreiðslu á heitum hafsvæðum. Eituráhrif PSP á spendýr eru í því fólgin að eitrið truflar natríumbúskap taugafruma, sem leiðir af sér truflun á taugaboðum og getur valdið lömun, öndunarerfiðleikum og jafnvel dauða. Eitrið hefur ekki áhrif á skelfiskinn 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.