Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 91

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 91
Aðalhlutar hattsvepps eru í færeysku nefndir: hattur,flíggj (fanir), leggur (stafur) og hold. Bragð er á færeysku smakkur og lyktin roykur. Hattsveppir kallast flíggja- soppar, belgsveppir poknusoppar, kólf- sveppir keppasoppar og asksveppir posa- soppar. Færeysku sveppanöfnin eru yfirleitt samsett af tveimur orðum eins og í dönsku og sýnast flest vera mynduð með hliðsjón af dönsku nöfnunum. Til dæmis heitir ber- serkjasveppurinn Reyður flugusoppur (danska: Rpd fluesvamp). Lerksúlungur og furusúlungur eru helstu matsveppirnir í Færeyjum eins og hér á landi og eru báðir innfluttir með barrtrjám, en auk þeirra vaxa þar ætisveppir (kampignonar), hnefasveppir og glætusveppir sem eru góðir til átu. Vaxfönungar (Hygrophor- aceae) eru sérlega áberandi í grasmólendi, sem er algengasta gróðurlendi Færeyja, en margar tegundir þeirra eru með áberandi sterkum litum. Annars er kverið ekki stílað upp á matsveppi sérstaklega og ekkert er um það efni í inngangsköflum þess. Veðrátta Færeyja er mild og rök og hentar því að jafnaði vel fyrir sveppavöxt. Segir Jóhannes að sumar tegundir geti vaxið þar árið um kring. Næstum allar sveppategundir sem lýst er í bókinni, vaxa einnig hér á landi og eru flestar þeirra nokkuð algengar hér. Má því segja það sama um þessa flórubók og þá grænlensku hvað varðar gagnsemi hennar hér. Jens H. Petersen: SVAMPERIGET Det naturvidenskabelige Fakultet - Aarhus Universitet. Rpdovre, Danmark, 1995. Þessi glænýja kennslubók í almennri sveppafræði barst mér nýlega frá háskólaforlaginu í Árósunt. Hún er einkum ætluð til grunnkennslu í sveppafræði við háskóla og aðra samsvarandi skóla en getur augljóslega líka gagnast þeim sem lengra eru komnir í fræðigreininni. Höfundur hennar er ungur sveppa- fræðingur og kennari við háskólann. Hann hefur tekið virkan þátt í rannsóknum á stórsveppaflóru Danmerkur, Færeyja, Grænlands og fleiri landa, eins og fram kernur í ofangreindum ritfregnum, og er snjall Ijósmyndari. Af einhverjum ástæðum hefur það sjaldan gerst að þeir sem fást við hina stærri sveppi, svo sem hattsveppi, belgsveppi eða vanfönunga, hafi lagt í það erfiða viðfangsefni að skrifa yfirlitsrit um ríki sveppanna eða kennslubækur unt almenna sveppafræði. Það hefur jafnan verið hlutverk þeirra sem grúska í smásæjum sveppum, enda má ætla að þeir hafi að jafnaði betra yfirlit yfir allt sveppakerfið. Fyrir bragðið hafa stórsveppirnir oftast orðið að láta sér nægja lítinn hlut í þess háttar bókum sem á engan hátt samsvarar fjölbreytni þeirra og tegundaauðgi. Það er því sérstakt ánægjuefni að nú hefur stórsveppafræðingur haslað sér völl á þessu sviði og sent frá sér þessa vel gerðu og á margan hátt nýstárlegu kennslubók þar sem hinir ýmsu flokkar stórsveppa njóta loks sannmælis á við smælingjana í svepparíkinu og hafa fengið það rými sem þeim hæfir. Og það sem ýmsum mun kannski þykja meiri tíðindi: Höfundur hefur „sparkað" nokkrum smásveppaflokkum út úr svepparíkinu. Það eru ilokkar sem nú eru almennt taldir skyldari jurtum eða dýrum, en þeirra helstir eru slímsveppir (slímverur) og eggsveppir. Þessir flokkar fá að vísu svolitla umfjöllun í viðauka bókarinnar en eru að öðru leyti útilokaðir. Síðarnefnda flokkinn kallar höfundur Ægsporealger (Oophyceae) sem myndi útleggjast „egggróþörungar“ eða eggþörungar. Bókin skiptist í tvo meginhluta. Fyrri hlutinn, um helmingur bókarinnar, er almenn sveppafræði en í þeim síðari er yfirlit um sveppakerfið, flokka, fylkingar, ættir o.s.frv. í almenna hlutanum er fjallað um eðlishætti og byggingu sveppa og sérstöðu þeirra meðal lifandi vera, vistfræði þeirra og hlut- 153
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.