Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 80
1. mynd. Séð yfir Flatahraun. Upptök þess virðast vera á sléttunni framan við bílinn vinstra
megin á myndinni. Ofar til hægri sést á Lambavatn. Ljósm. Jón Jónsson.
að Lambavatni, vestur að Stóra-Svarti, en til
suðurs meginkvíslin um skarð milli tveggja
stórra gíga frá fyrra gosi í Eldborgaröðum. Þar
hefur grein úr því fallið inn í annan þeirra, háan,
brattan hraungíg næst austan við Stóra-Svart.
Inn í gíginn hefur hraunið fallið í bröttum
lokuðum rásum og þekur botn hans að mestu.
Aðalkvíslin hefur hins vegar fallið suður og að
nokkru vestur með gígnum að sunnan og út á
austurhlíð Stóra-Svarts og niður eftir henni.
Sunnan undir gígnum hefur þetta hraun
runnið yfir og að hluta til hrifið með sér stórar
hraunkúlur úr þeim gíg, en á það hefur áður
verið bent (áðurnefnt rit) að gosið mikla í
Rauðöldum endaði með geysilegri hraun-
kúlnahríð, en engin dæmi eru um slfkt frá
Skaftáreldum 1783. Þar er ljóst að Skaftáreldar
voru sem næst hreint hraungos, enda stað-
reynd að öskulag frá þeim er lítt áberandi í
sjálfum eldsveitunum.
■ RUDDl
Þetta nafn hef ég gefið gjallgíg (3. mynd)
sem væntanlega er jafnaldri Flatahrauns og
hlaðist hefur upp sunnan í Úlfarsdals-
skerjum norður af háa, reglulega gígnum í
vesturgjánni við austurjaðar sandslétt-
unnar miklu, sem liggur um gígaröðina þvera
vestanverða. Svo lítt áberandi er þessi gígur
að þrátt fyrir að hafa margsinnis farið víða
um svæðið sá ég hann fyrst á stækkaðri
loftmynd. Gígur þessi er úr gjalli eingöngu,
að fráteknum einstaka fallega löguðum
smáum hraunkúlum. Hann myndar reglu-
Iegan, í sprungustefnuna, lítið eitt spor-
öskjulaga gígrima hlaðinn úr grófu blá-
svörtu gjalli, sem oft er í misþykkum plötum,
með furðulegum kynjamyndum og afar sér-
stæðum ljósbrigðum. Auðsýnilega er hann
yngri en þykku vikurlögin í kring enda fer
ekki milli mála að þau eru frá fyrra gosi,
Rauðöldugosinu. Þau eru löngu hætt að
fjúka nema lítilsháttar þar sem sár hafa í þau
komist, og svo rofist út frá. Það af vikri sem
fýkur er frá Skaftáreldum. Gígurinn er 15 m í
þvermál að innan og 7 m hár yfir umhverfið
norðan megin, en að sunnan er hann á
brekkubrún og hangir nokkuð niður eftir
brekkunni.
142