Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 47
2. mynd. Við rannsóknaveiðar í Mjóavatni 1989. - Net fish-
ing in Lake Mjóavatn. Ljósm/photo: Guðni Guðbergsson.
vitað hversu víðtæk þessi
áhrif myndu verða né
hverskonar. Þá var gert ráð
fyrir að vötn á Auðkúlu-
heiði sem eru á veituleið frá
miðlunarlóni að inntaks-
lóni yrðu fyrir röskun-
aráhrifum. Nokkrar veiði-
nytjar voru og eru í vötnuin
á Auðkúluheiði, einkum
lagneta- og gildruveiði en
einnig stangveiði. Hvorki
afli né veiðiástundun hafa
verið skráð. Markmið
þeirra rannsókna er hér
greinir frá var að rannsaka
fiskstofna vatna á veitu-
leiðinni, bæði fyrir og eftir
virkjun, til að meta hvort og
á hvaða hátt framkvæmdir
kynnu að hafa áhrif á fisk-
stofnana með tilliti til
nýtingar þeirra (2. mynd). Ýmsir þættir hafa
áhrif á verðmæti fiskstofna til nýtingar og
má nefna stærð og holdgæði fiska, vöxt,
framleiðslu og afrakstur fiskstofna ásamt
aðgengi að vötnum til nýtingar. Til viðmið-
unar voru rannsökuð tvö vötn utan veitu-
leiðar, Mjóavatn og Vestara-Friðmundar-
vatn, og hafa þau afrennsli til Vatnsdals.
Þau verða ekki fyrir beinum áhrifum af
virkjun Blöndu. Þó öll vötnin séu með svip-
aða legu, í um 430 til 450 m y.s., eru þau
nokkuð misstór en grunn og svipuð að vist-
gerð ef frá er talin Þrístikla sem er nokkru
dýpra vatn (1. tafla).
Til viðbótar almennum virkjunar- og miðl-
unaráhrifum á vatnasvæði Blöndu koma
einnig til áhrif frájökulaur þar sem jökulvatni
úr Blöndu er veitt úr miðlunarlóni í áður tær
vötn á veituleiðinni. Svipað gerðist við gerð
miðlunarlóns í Þórisvatni þegar Köldukvísl
var veitt í það. Þar hafa komið fram afgerandi
breytingar á stofnum svifdýra þar sem hlut-
fall stærri tegunda svifdýra, jókst með
tilkomu svifaurs (Hákon Aðalsteinsson
1976, 1981 a og 1981 b). Breytingar hafa
einnig orðið á fiskstofnunum. í Þórisvatni
tók fyrir náttúrulega hrygningu urriða og
hefur fiskstofni og veiði verið viðhaldið með
seiðasleppingum. Dreifing og vöxtur þess
urriða sem sleppt hefur verið þar fylgir að
verulegu leyti dreifingu jökulaurs um vatnið
en mest er af urriða þar sem gruggið er
minnst (Þórólfur Antonsson 1990). Á
virkjunarsvæði Tungnaár er líklegt að tíðni
þess að virkjunarlónin eru tæmd, vegna
viðhalds á virkjunum, ráði miklu um afkomu
og framleiðslu silungs í vötnunr eftir að
fyrstu áhrif miðlunar hafa dvínað (Þórólfur
Antonsson og Guðni Guðbergsson 199lc).
Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar á
lífríki vatna á veituleið Blönduvirkjunar fyrir
virkjun. Þær taka til samsetningar gróðurfars
og dýralífs í Austara- og Vestara-Friðmund-
arvatni, Þrístiklu, Mjóavatni og Gilsvatni
(Hákon Aðalsteinsson 1975). Þá var afkorna
og fæða bleikju í Þrístiklu og A-Friðmundar-
vatni rannsökuð (Hálfdan Ómar Hálfdanar-
son 1980). Rannsóknir hafa einnig verið
gerðar á bleikjustofnum og stofnstærð
hennar í Austara-Friðmundarvatni (Jón
Kristjánsson 1973,1976,1980og 1983).
Niðurstöður þeirra rannsókna sem hér eru
teknar saman, hafa verið settar fram í árleg-
um framvinduskýrslum (Þórólfur Antons-
son og Guðni Guðbergsson 1989a, I989b,
1991 a, 1991 b, 1993, Guðni Guðbergsson og
109