Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 4
Geta landnýting OG LANDVERND VERIÐ SYSTUR? I þeim miklu umræðum sem hafa orðið um nýtingu náttúruauðlinda Islendinga hefur mátt greina þá skoðun að nýting landsins skaði ásýnd þess og valdi oft náttúruspjöllum. Ekki þarf um það að deila að sú náttúra sem við nú höfum fyrir augum er mótuð af dvöl manna hér frá landnámi. Varla er hægt að finna náttúruleg svæði sem ósnortin eru af mann- anna gerðum nema sums staðar uppi á há- lendinu, á áreyrum, jökulaurum og söndum og í votlendi sem ekki hefur verið ræst fram. Sú mikla gróður- og jarðvegseyðing, sem hér hefur orðið, er að miklu leyti afleiðing af nýtingu fátækrar þjóðar á viðkvæmu landi norður á hjara veraldar í ellefu aldir. Landbúnaður er algengasta form landnýt- ingar og nauðsynlegt er að stefnt sé að sjálf- bærri nýtingu lands. Krafa dagsins er að búvörur séu ódýrar, hollar og framleiddar í sátt við umhverfið. Þær verða að standa sig í sam- keppni við erlenda framleiðslu, bæði hvað varðar verð og gæði. Jafnframt verður þó að gæta þess að ekki sé gengið á landgæði þegar fram í sækir. I öllum störfum sínum eiga ís- lenskir bændur því að stefna að því að skila landinu til komandi kynslóða í betra ástandi en það var þegar þeir tóku við því. Varðveisla jarðvegs er eitt af mikilvægustu viðfangsefnunum hér á landi. Eldvirkni og köld veðrátta veldur því að gróður er við- kvæmur og jarðvegur fokgjarn. Mikið land hefur blásið upp á liðnum öldum og er enn að blása. Afar brýnt er að laga búljárbeit að landgæðum. Mikilvægt er að ekki verði hæg- fara rýmun á næringarefnum í jarðvegi. Lítil hætta er á því hér á landi að næringarefni tapist út í umhverfíð þar sem ræktun einærra tegunda er lítil og ræktað land er lítill hluti af heildar- tlatarmáli landsins. Loks verður að gæta þess að í jarðveg safnist ekki skaðleg efni, s.s. þungmálmar, vamarefni sem em lengi að brotna niður og þrávirk lífræn efni. Hætta á slfku er þó einnig hverfandi hér. Landbúnaðurinn á sinn þátt í gróðurhúsa- áhrifunum margumtöluðu. Brennsla elds- neytis og metan, sem myndast í haughúsum og í meltingarfærum jórturdýra, eykur hlut gróðurhúsalofttegunda. Við framræslu vot- lendis eykst losun koltvíildis, en vemlega dregur úr myndun á metani. Binda má kolefni í gróðri og jarðvegi með því að auka umfang gróðurlendis, t.d. með landgræðslu og skóg- rækt. Nituráburður er oftast unninn með brennslu olíu erlendis. Ræktun belgjurta erþví liður í þeirri viðleitni að nýta sólarorku í stað olíu þar sem þær vinna nitur úr andrúms- loftinu. Maðurinn hefur með nærvem sinni haft áhrif á ásýnd landsins. Þau áhrif þurfa alls ekki að vera neikvæð þar sem landslagið getur orðið íjölbreyttara og fallegra. Til hefur orðið hugtakið búsetulandslag og í nágrannalönd- unum vilja menn varðveita sem flestar gerðir þess. Búsældarleg sveit með gróskumikil tún og fé á beit á sér sérstakan sess í hugum flestra Islendinga. Hún ber vott um ræktarsemi og dugnað genginna kynslóða og þeirra sem nú sjá landsmönnum fyrir landbúnaðarvömm. Gott útlit sveitabæja og nánasta umhverfis treystir þá fmynd í hugum neytenda að íslenskir bændur framleiði góða vöm í sátt við umhverfið. Ef íslenskur landbúnaður ber gæfu til að fylgja því leiðarljósi að skila landinu í betra horfí til komandi kynslóða er óhætt að segja að landnýting og landvernd séu systur. Áslaug Helgadótlir 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.