Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 18
Á NÆSTUNNI L A Nokkur fjöldi greina bíður nú birtingar í Náttúrufrœðingnum og það er liðin tíð, a.m.k. í bili, að útgáfan tefjist vegna skorts á aðsendu efni. I framhaldi af breyttum áherslum í efnisvali berst tímaritinu nú sífellt meira af alþýðlegu efni. Helst er hörgull á stuttum pistlum en þeim fjölgar þó stöðugt. Hér er tœpt á efni nokkurra þeirra greina sem birtast munu í næstu heftum. Þróunarkenningin Örnólfur Thorlacius, sem er lesendum Náttúrufræðingsins að góðu kunnur, hefur tekið saman yfirlit yfir hugmyndir manna fyrr og nú um þróun tegundanna. Um þessar mundir eru einmitt liðin 140 ár síðan Charles Darwin birti kenningu sína „um uppruna tegundanna“, sem kynnt var til sögunnar í Vísindafélagi Linnés í Lundúnum 1. júlí 1858. í næstu þremur heftum stiklar Örnólfur á stóru í sögu þróunarkenningarinnar og varpar ljósi á stöðu hennar í dag. JÖKULRÁKIR í REYKJAVÍK Mælingar á jökulrákum hafa verið mikið notaðar til að ákvarða skriðstefnu ísaldar- jökla, útbreiðslu þeirra og ísaskil. Jökulrákir hafa varðveist vel í Reykjavíkurgrágrýtinu og í grein sinni lýsir Arni Hjartarson mælingum sínum á þeim víða í Reykjavík og á Seltjarnarnesi. Þær segja okkur fróðlega sögu um ísaldarlokin á Reykjavíkursvæðinu. Lækjaskott Vatnaþörungar hafa verið afskiptir í rann- sóknum á náttúru íslands. Helgi Hallgríms- son fékkst við slíkar rannsóknir á árunum 1970-1980 og segir frá lækjaskottinu, Hydr- urus foetidus í næsta Náttúrufræðingi. Þetta er einn algengasti vatnaþörungur landsins og vex í straumhörðum lækjum og ám. Engu að síður hefur ritstjóra ekki tekist að hafa uppá ljósmynd af þörungnum úti í náttúrunni. Lækjaskottið myndar hlaup- kennda bólstra, tægjur og flyksur á steinum og klettum í vatninu og er gulbrúnt eða grá- gulgrænt að lit. Ef einhver lesandi býr svo vel að eiga góða mynd af þessum þörungi í fórum sínum er hún vel þegin til birtingar í Náttúrufræðingnum. BIOICE Botndýr á íslandsmiðun er fjölþjóðleg rannsókn á tegundasamsetningu og út- breiðslu botndýra í efnahagslögsögu ís- lands en þar eru mörg svæði ókönnuð. BIOICE, sem hófst 1992, er unnið á vegum umhverfisráðuneytis í samstarfi Hafrann- sóknastofnunarinnar, Náttúrufræðistofn- unar íslands, Líffræðistofnunar Háskól- ans, Sjávarútvegsstofnunar Háskóla ís- lands og Sandgerðisbæjar. í Sandgerði er einmitt rekin sérstök rannsóknastöð í tengslum við verkefnið. Guðmundur Guð- rhundsson, Sigmar A. Steingrímsson og Guðmundur V. Helgason gera grein fyrri tilgangi og stöðu verkefnisins sem nú þegar hefur skilað nokkrum tegundum botndýra sem áður voru óþekktar í heiminum. Bjargdufa Tamdar húsdúfur eru afkomendur villtra bjargdúfna og hafa orpið hér hálfvilltar um langt skeið. Bjargdúfunnar sjálfrar, Columba livia, hefur hingað til verið að litlu getið í íslenskum fuglafræðum og hafa menn ekki verið á eitt sáttir aum hvort hún verpi hér villt. Pétur Gautur Kristjánsson tekur upp hanskann fyrir bjargdúfuna og áskilur henni fullan þegnrétt meðal íslenskra varpfugla. 96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.