Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 49

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 49
JÖKULGARÐAR Á Mýrdalssandi JÓN JÓNSSON Hálf öld eða meira mun nú liðin frá því að Kjartan Jóhannesson (1913-1990) frá Herjólfsstöðum --------- gerði sér grein fyrir því að hæðir þær sem bæirnir Holt og Herjólfsstaðir standa á eru fornir jökulgarðar og vitni þess að þar hafi jökulröndin verið, meira eða minna kyrrstæð um langan aldur en á meðan mataði ísstraumurinn fram ógrynni af grjóti í öllum stærðum og gerðum og skilaði því af sér svo úr hlóðst garður við jökulrönd. Garð þennan, að vfsu ekki óslitinn, má nú rekja frá Fljótshverfi til Mýrdals. Sumarið 1976 gafst mér tækifæri, undir leiðsögn Kjartans, til að skoða þá jökul- garða vestur af Herjólfsstöðum sem ekki eru jarðvegi þaktir og því auðvelt að sjá hvernig byggðir eru og úr hvers konar efni. Kross- hóll og nokkrir aðrir smærri partar af garðinum voru skoðaðir. Um þetta reit ég greinarkorn í Týli 1977, aðallega til að vekja athygli þeirra sem stunda rannsóknir í sambandi við ísaldarjarðfræði, en ekki vissi Jón Jónsson (f. 1910) lauk fil.lic.-prófi í jarðfræði frá Uppsalaháskóla árið 1958. Hann starfaði hjá Raforkumálaskrifstofunni og síðar Orkustofnun frá 1958 til 1980 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Þar fékkst Jón einkum við leit að köldu og heitu vatni og síðast við gerð jarð- fræðikorts af Reykjanesskaga. Á árunum 1969- 1974 starfaði Jón á vegum Sameinuðu þjóðanna í Mið-Ameríku og fór síðar fjölda ferða sem ráðgjafi á þeirra vegum, einkum til Afríkulanda. Eftir að hann lét af störfum hefur hann haldið áfram rannsóknum, m.a. við Eyjafjallajökul og í ná- grenni við æskuslóðirnar í Vestur-Skaftafellssýslu. Jón Jónsson er heiðursfélagi í Hinu íslenska náttúrufræðifélagi. Náttúrufræðingurinn 68 (2), bls. 127-128, 1998. ég til þess að um þetta hefði verið ritað áður. Því miður var ég á þessum árum undir svo sterkum áhrifum af fullyrðingum um Eldgjár- hraun á Mýrdalssandi að ég varði meiri tíma í að skoða hvernig hraun hafði flætt um skörð í jökulgörðum en að athuga þá sjálfa. Það var svo 1984 að Gissur bróðir Kjartans bauð mér með bræðrum sínum í meiri háttar skoðunarferð um Álftaver, frá ljöru til háfjalla. Þá gafst tækifæri að skoða margt betur m.a. þann mikla dæmigerða jökulgarð Skálmabæjar-Grjóteyri, en hann er gróðurlaus og þægilegt að skoða. Yfirleitt eru þessir jökulgarðar úr fremur smágerðu efni: steinum, völum, möl og sandi. Lítið er um stórgrýti, þótt það komi fyrir, og leir er ntjög lítið áberandi. Ráðandi bergtegund er blágrýti en líparíti og öðru súru eða ísúru bergi bregður fyrir, einkum á svæðinu vestanverðu. í smálögum af fínum sandi má greina móbergseinkenni (palagónítiseringu). Síðasta átakið hvað þessa jökulgarða varðar var athugun í Hjörleifshöfða með aðstoð frænda míns, Guðmundar Guðlaugs- sonar rafvirkjameistara, en hann er þessum slóðum kunnugur (Jón Jónsson 1994). Á höfðanum norðanverðum er hóll úr dökku lausagrjóti. Hann er um 80 m hár og stendur ofan á móbergsmyndun höfðans en er henni alveg óviðkomandi. Efnið í hólnum er mest fremur smágert: steinvölur, möl, sandur og aska. Allstórirsteinareru innan um. Þeir eru yfirleitt með ljósa veðrunarhúð og hafa reynst vera ísúrt berg eða andesít. Margir þessara steina haí'a klofnað vegna frost- veðrunar svo úr hefur orðið bunki af hellum, 127
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.